Helgarverkefni

Helgarverkefnið mitt að þessu sinni var að prjóna mér sjal. Ég fann uppskrift í Prjónablaðinu Ýr nr. 34 sem mér leist vel á, en ákvað að hafa aðra liti, þar sem sjalið í blaðinu var bleikt. Ég valdi að hafa það grátt, þá passar það við kápuna mína. Ég byrjaði að prjóna það seint í gærkvöldi og kláraði það í dag. Það er prjónað á prjóna nr. 8 (átti reyndar að vera prjónar nr. 10, en þar sem ég á ekki svo grófa prjóna og hafði ekki þolinmæði að bíða fram á mánudag að kaupa þá, þá notaðist ég bara við fínni prjóna).

011

Það er þrenns konar garn í því, Chili, Kitten mohair og Smart. Átti reyndar að vera Mandarin Classic, en það er ekki til hérna í eyjum.

013

Hérna er nærmynd af því. Það er ótrúlegt mjúkt og svo auðvelt, allir ættu að geta ráðið við að prjóna það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Hahaha  var bara að taka eftir þessu núna. Sjáið þið Blíðu þarna undir mottunni, loppurnar standa fram undan henni hahahahaha

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 14.9.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hahahaha hún er alveg brilljant hún Blíða. Svona er hægt að hitta á skemmtileg augnablik  En mikið svakalegur dugnaður er í þér, þú ert bara næstum því ofvirk  En mmm..er þetta ekki mjúkt sjal?

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.9.2008 kl. 20:10

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æðislegt sjal! þú ert ekki lengi að þessu!  Kisur eru BARA skemmtilegar hahahah

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Kisur eru æði. Jú Sigrún, þetta er mjög mjúkt sjal og ég á alveg örugglega eftir að nota það mikið.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 14.9.2008 kl. 20:40

5 identicon

Sælar.

Þetta er nú meiri dugnaðurinn. Rosalega flott sjal. Gott að fá svona hugmynd ef manni vantar skyndigjöf!

Kveðja

Berglindhaf

Berglind (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:50

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Myndarskapurinn, ég verð græn af öfund

Já frábært að sjá kött í felum he he...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.9.2008 kl. 23:52

7 identicon

Geðveikt! Þú ert svo dugleg! Er ennþá að hugsa um hosurnar..........bara hugsa um þær, sko...hehe

Baun.. (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:27

8 Smámynd: Ragnheiður

Hey ég þarf að fá þessa uppskrift senda - langar svo í sjal

Kisan er fyndinn leynigestur á myndinni hehhehe

Ragnheiður , 15.9.2008 kl. 16:17

9 identicon

Dugnaður er þetta í þér stelpa,hvernig kemstu yfir þetta allt saman,útivinnandi og með stórt heimili,það vantar ekki þrautseigluna í þig.Þú ættir sko að fá orðu fyrir dugnað

Bóla (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:56

10 Smámynd: saumakarfan

Mikið er þetta fallegt sjal, til hamingju með það.  Frábært að hafa kisu svona sem leynigest á myndinni.

saumakarfan, 22.9.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband