14.9.2008 | 19:42
Helgarverkefni
Helgarverkefnið mitt að þessu sinni var að prjóna mér sjal. Ég fann uppskrift í Prjónablaðinu Ýr nr. 34 sem mér leist vel á, en ákvað að hafa aðra liti, þar sem sjalið í blaðinu var bleikt. Ég valdi að hafa það grátt, þá passar það við kápuna mína. Ég byrjaði að prjóna það seint í gærkvöldi og kláraði það í dag. Það er prjónað á prjóna nr. 8 (átti reyndar að vera prjónar nr. 10, en þar sem ég á ekki svo grófa prjóna og hafði ekki þolinmæði að bíða fram á mánudag að kaupa þá, þá notaðist ég bara við fínni prjóna).
Það er þrenns konar garn í því, Chili, Kitten mohair og Smart. Átti reyndar að vera Mandarin Classic, en það er ekki til hérna í eyjum.
Hérna er nærmynd af því. Það er ótrúlegt mjúkt og svo auðvelt, allir ættu að geta ráðið við að prjóna það.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha var bara að taka eftir þessu núna. Sjáið þið Blíðu þarna undir mottunni, loppurnar standa fram undan henni hahahahaha
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 14.9.2008 kl. 19:44
Hahahaha hún er alveg brilljant hún Blíða. Svona er hægt að hitta á skemmtileg augnablik En mikið svakalegur dugnaður er í þér, þú ert bara næstum því ofvirk En mmm..er þetta ekki mjúkt sjal?
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.9.2008 kl. 20:10
Æðislegt sjal! þú ert ekki lengi að þessu! Kisur eru BARA skemmtilegar hahahah
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 20:29
Kisur eru æði. Jú Sigrún, þetta er mjög mjúkt sjal og ég á alveg örugglega eftir að nota það mikið.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 14.9.2008 kl. 20:40
Sælar.
Þetta er nú meiri dugnaðurinn. Rosalega flott sjal. Gott að fá svona hugmynd ef manni vantar skyndigjöf!
Kveðja
Berglindhaf
Berglind (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:50
Myndarskapurinn, ég verð græn af öfund
Já frábært að sjá kött í felum he he...
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.9.2008 kl. 23:52
Geðveikt! Þú ert svo dugleg! Er ennþá að hugsa um hosurnar..........bara hugsa um þær, sko...hehe
Baun.. (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:27
Hey ég þarf að fá þessa uppskrift senda - langar svo í sjal
Kisan er fyndinn leynigestur á myndinni hehhehe
Ragnheiður , 15.9.2008 kl. 16:17
Dugnaður er þetta í þér stelpa,hvernig kemstu yfir þetta allt saman,útivinnandi og með stórt heimili,það vantar ekki þrautseigluna í þig.Þú ættir sko að fá orðu fyrir dugnað
Bóla (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:56
Mikið er þetta fallegt sjal, til hamingju með það. Frábært að hafa kisu svona sem leynigest á myndinni.
saumakarfan, 22.9.2008 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.