14.9.2008 | 17:08
Hello kitty á Íslensku
Ég var beðin um uppskriftina af húfunni á Íslensku. Ég breytti henni aðeins. Í upprunalegu uppskriftinni er húfan prjónuð fram og til baka, en ég prjónaði hana í hring og eins með eyrun, þar átti að prjóna 4 hluta og sauma saman, en ég prjónaði eyrun í hring, svo ég slepp við að sauma allt saman.
Garn sem passar fyrir prjóna nr. 5, ég notaði tvöfalt bómullargarn. Afgangar af bleiku, svörtu og gulu.
Stuttur hringprjónn nr. 5.
Sokkaprjónar nr.5
Fitjið 76 lykkjur upp á hringprjón nr. 5 og prjónið 6 umf. stroff, 1l sl., 1l br, aukið síðan um 1 lykkju. Prjónið nú slétt ca. 10 cm. Byrjið nú úrtöku þannig *9sl, 2 saman* allan prjóninn. Prj. 1 umf. slétt, síðan *8 sl, 2 saman* allan prjóninn. Takið þannig úr með einni lykkju minni á milli og ein umf. sl. þar til búið er að prjóna *1 sl, 2 saman* Prjónið 1 umf. slétt, síðan 2 og 2 saman út umferðina. Slítið garnið og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.
Eyru: Fitjið upp 20 l. á sokkaprjóna nr. 5.
Prjóna 6 umf. slétt
Úrtaka:*2l sl. saman, 6 sl. 2l sl. saman* út umferðina.
3 umf. slétt
*2l sl. saman, 4 sl. 2 sl. saman* út umferðina.
1 umf. slétt
*2l sl. saman, 2 sl, 2 sl. saman* út umferðina.
1 umf. slétt
*2l sl. saman* út umferðina.
Slítið bandið og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Saumið eyrun á húfuna.
Prjónið hitt eyrað eins.
Slaufan er prjónuð í tveimur hlutum.
Slaufa:
Fitjið upp 18 l. og prjónið garðaprjón ca. 5 cm. fellið af.
Fitjið upp 9 l. og prjónið garðaprjón 8 umferðir. Fellið af.
Festið minna stykkið um miðjuna á stærra stykkinu, svo úr verði slaufa og saumið fasta við vinstri eyra.
Saumið augu og veiðihár með svörtu garni og nef með gulu garni.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ææ takk takk fyrir :)
Sólrún J (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.