7.9.2008 | 15:41
Frábær bók
Fékk lánaða frábæra bók á bókasafninu um daginn. Bókin heitir 50 baby bootees to knit og er eftir Zoe Mellor. Eins og kemur fram í titlinum, er hún stútfull af allskonar hosum fyrir ungabörn. Uppskriftirnar eru flestar mjög einfaldar og hér er komið kjörið tækifæri til að nýta upp afganga af garni.
Svona lítur bókin út
Smá sýnishorn innan úr bókinni.
Mig langar í þessa bók, en ætli hún fáist á Íslandi? Veit ekki, en það er alltaf hægt að fara á bókasafnið og fá hana lánaða aftur.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá! Þessi bók hljómar mjög spennandi. Það væri kannski helst að athuga hjá Máli og Menningu...eru þeir ekki með lang flesta titlana? Vinkona mín keypti þar bók með fullt af húfu uppskriftum.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.9.2008 kl. 21:25
Sæl.
En flott, sjálf er ég eindæma klaufi að prjóna sokka og mér myndi nú ekki veita af slíkum fróðleik.
takk.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.9.2008 kl. 23:37
Greinilega mjög skemmtileg bók! Er ekki heimasíðu url í bókinni? Gætir kannski pantað hana í gegnum netið?
Bestu prjónakveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:55
Það væri ekki svo vitlaust að kíkja inn í Mál og Menningu næst þegar ég fer í bæinn.
Það er ekkert gefið upp nein heimasíða í bókinni, trúðu mér, ég er búin að athuga með það.
GM það er nú lítið mál að prjóna sokka, en það er eins og með svo margt annað. Einn getur verið góður í einu, en klaufi í einhverju öðru.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 9.9.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.