2.9.2008 | 18:26
Prjónablogg
Stundum læt ég mig dagdreyma um að geta hætt í slorinu og haft góðar tekjur af því að prjóna fyrir fólk, en svo vakna ég alltaf aftur til gráan veruleikann. En ég er byrjuð að undirbúa veturinn og á sunnudaginn prjónaði ég mér trefil, eða kannski á maður að kalla það kraga. Uppskriftin er inni á garnstudio.com. Svo prjónaði ég líka húfu í stíl, en það þýðir ekkert að reyna að leita að uppskriftinni fyrir hana, því ég skáldaði bara jafn óðum og ég var að prjóna. Æta líka að prjóna vettlinga í stíl og jafnvel sokka. Þá ætti ég að vera tilbúin fyrir snjóinn og kuldann í vetur. Garnið átti ég fyrir, svo ekki þurfti ég að fara í búð að versla garn. Er að spá í að prjóna mér lopakápu, en ætla að sjá til með það.
Svona lítur þá trefillinn/kraginn út
Húfan
Sunna Mjöll var svo elskuleg að vera módel fyrir mömmu sína.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér !
Ég held að það yrðu kannski ekki uppgrip í prjónavinnu en hugmyndin er ágæt.
Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 18:44
Vá, ekkert smá flott hjá þér, og flott fyrirsætan. Já það væri nú draumur að geta lifað á prjónaskap en ég held að tímakaupið væri nú frekar lágt. En þú getur prjónað gjafir, það er svo gaman að fá heimaprjónað fyrir þá sem ekki prjóna sjálfir.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.9.2008 kl. 20:24
...langar líka í svona....
Baun.. (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:05
vá hvað þetta er floooootttt.Þú veist hver á afmæli í janúar.blikk blikk
Bóla (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:19
Þetta er alveg frábært á eftir að hlýja þér vel í vetur !
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:48
Alltaf flottust,tú veist hver átti afmæli 27.
sunna (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 12:04
Smá friður, kúl hjá þér, kannski þú ættir að fara út í bisnes sjálf, en þá verð ég ..í vinnunni.
anna (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 19:06
Takk fyrir stelpur, það er aldrei að vita hvað verður í afmælispökkunum.
Anna, langar þér virkilega að sitja ein í pásunum, eða með.............þú veist?
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 6.9.2008 kl. 11:05
Sæl vinkona!
Þetta er mjög flott hjá þér. Synd að það skuli ekki vera hægt að lifa af prjónaskap eða handavinnu.
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 12:29
Æðislegur trefill/kragi ! Frábært, það er svo gaman að búa til eitthvað fallegt og tala nú ekki um þegar notagildið er til staðar líka
Þakka þér innilega fyrir falleg komment á bloggið mitt
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.