26.8.2008 | 11:07
Búin.........
að klára nokkur sett af dúkkufötum.
Hérna þurfti ég að festa svona 50 enda, sauma ermar í og setja tölur á og teygju í pilsið.
Þetta sett var eiginlega tilbúið, þurfti bara að hekla kantinn, setja tölur í og teygju í buxurnarþ
Mesta vinnan var eiginlega við þetta sett, þurfti að prjóna ermar, húfu og skó og svo auðvitað að festa alla enda og sauma saman.
Hér kemur svo í lokinn slóðin inn á Hello Kitty húfuna:
http://beadwhore.blogspot.com/2007/10/hello-kitty-hat.html
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er svakalega flott hjá þér !
Mamma var á kafi í svona prjónaskap þegar ég var krakki
Ragnheiður , 26.8.2008 kl. 11:11
Æðisleg dúkkuföt! Þú ert alveg frábær
Ragnhildur Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 15:11
Alveg rosalega flott og vönduð dúkkuföt hjá þér prjónar þú þau bara upp úr þér eða notarðu uppskriftir? Babyborn kjóllin alveg rosalega sætur. Og Hello Kittý húfan alveg mega! Þú ert alveg rosalega dugleg við handavinnuna bara fjöldaframleiðir...ég get nú alveg prjónað en er frekar sein því miður. Er svo heppin að eiga tengdamóður sem prjónar og prjónar á alla afkomendur sína vettlinga og sokka kom til hennar fyrir síðustu jól þegar hún var að telja hvað hún væri búin með handa mörgum og þá var fullur hjá henni stofusófinn var hvorki með síma eða myndavél til að festa myndarskapinn á filmu því miður hún er alveg ótrúlega fljót að prjóna og prjónar svona vel eins og þú.
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 26.8.2008 kl. 15:38
Flott hjá þér skvísa, það er svo gaman að klára svona hluti :) Takk fyrir að deila þessu með okkur og takk fyrir uppskriftina.
Ester Sveinbjarnardóttir, 26.8.2008 kl. 16:16
Þetta er svaka flott hjá þér. Vonandi smitar þetta mig og ég fer að prjóna dúkkuföt. Takk fyrir húfuuppskriftina
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.8.2008 kl. 17:55
Takk fyrir stelpur. Þessi dúkku föt eru öll prjónuð eftir uppskrift, en stundum skálda ég bara. Vonandi hafið þið jafn gaman af að prjóna húfuna og ég. Vill benda ykkur á www.garnstudio.com. Þar er alveg hellingur af fríum uppskriftum til að prenta út.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 26.8.2008 kl. 18:05
Þakka þér fyrir tenglana Matthilda. Alveg frábærar síður, bæði húfan (sem ég ætla að prjóna á litlu krúttuna mína) og svo garnstudio, æði, takk takk.
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.8.2008 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.