Garnaflækja

Ég tók mig til í gær og fór niður í skúr að ná í garn, sem ég átti í geymslu þar.

kervík o.a 006

Kom heim með tvo svarta poka og kassa, allt fullt af garnafgöngum

kervík o.a 007

Þetta kom upp úr pokunum

kervík o.a 025

Svo flokkaði ég eftir tegudum, þetta er allt akrýl eða blöndur

kervík o.a 026

Ullargarn

kervík o.a 027

........og bómull

kervík o.a 028

Allt þetta ætla ég að klára..........

kervík o.a 029

.............og þetta ætla ég að rekja upp (eða niður?)

kervík o.a 033

Svo var flokkað betur, í glæru pokunum er ullargarn og í þeim hvítu akrýl/blöndur.

Nú á ég bara eftir að raða þessu snyrtilega í hyllurnar inni í bílskúr og svo er bara að byrja að prjóna, en fyrst ætla ég að klára það sem ég hef byrjað á og ekki nennt að klára. Lofaði stelpunum að klára dúkkufötin, sem komu upp úr pokunum, en það voru nokkur sett og ætla að reyna að klára það allt í dag.

kervík o.a 034

Ef þetta kallast ekki garnafjækja, þá veit ég ekki hvað.

kervík o.a 036

Á flakki mínu um netið rakst ég á uppskrift að þessari húfu og varð að sjálfsögðu að prjóna hana eins og skot. Ef ykkur langar í uppskriftina, þá get ég reynt að grafa upp, hvar ég fann hana en hún er á ensku, en það væri nú ekkert mál að þýða hana fyrir ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég neita nú aldrei góðri prjónauppskrift...svona ef þú finnur hana  Það er aldeilis nóg af garni sem þú hefur úr að moða á næstunni. Er þetta ekki fínt þegar hausta tekur, setjast niður og prjóna? Ég á alveg slatta af garni, kannski ekki alveg eins mikið og þetta, en það er ótrúlegt hvað maður nýtir það þegar maður byrjar  Vona að þú sért ekki alveg í "flækju" yfir þessu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.8.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Ragnheiður

Hæ ég hef tapað slóðinni til Margrétar....geturðu smellt henni á mig ?

Hún hefur verið góður vinur hans Himma, gefðu henni knús frá HimmaMömmu

Ragnheiður , 24.8.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Myndarskapur er þetta.

Húfan er algjört æði, er einmitt sjálf að burðast við að prjóna smávegis núna, á litlu frænku í Sviþjóð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.8.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Rosa flott húfa, þú ert myndarleg, ég á líka ókláraðar flíkur, en langt frá því að vera dugleg prjónakona, kannski ég feti í þín fótspor og grafi upp mína garnafganga :)

cid:001f01c902ea$a3df8f30$4001a8c0@bordvel

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.8.2008 kl. 10:11

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Meiriháttar að fá svona garnaflækjusendingu. Þessi húfa er æðisleg

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 15:13

6 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Takk fyrir kommentin stelpur..............og svo var ég ræst í vinnu á morgun, en ætlaði ekki að mæta fyrr en eftir helgi

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 26.8.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband