Stærðfræðisnillingur

Ég hef aldrei verið góð í stærðfræði, eða bara reikningi, eða hvað sem þetta töludót kallast. Hef þó lært að deila með 4, svona yfirleitt. Varð einginlega að læra það, ég prjóna nefnilega svo mikið og þá er eiginlega nauðsýnlegt að geta deilt lykkjurnar á fjóra prjóna.

Þegar ég var í skóla hefði verið auðveldara fyrir mig að læra kínversku heldur en stærðfræði. Svo ég segi nú sjálf frá, þá hef ég alltaf átt auðvelt með að læra mál, lærði ensku, dönsku, þýsku og rússnesku í skólanum í Færeyjum, er samt búin að gleyma rússneskunni, en tala ennþá ensku, dönsku og get gert mig skiljanlega í þýskunni, þyrfti samt að fara í upprifjunar námskeið eða eitthvað svoleiðis. Langar að læra spænsku.

En aftur að stærðfræðinni. Mér gekk sem sagt mjög illa að læra þetta töludót. Um daginn las ég um tölublindni, samanber lesblindni. Ég er alveg viss um að ég sé haldin því. Á mjög háu stigi jafnvel. Í fréttunum eitt kvöldið var talað um að fólk teldist vera eldri borgarar 65 ára. Ég fór að reikna og fékk vægast sagt sjokk. BARA 12 ÁR Í AÐ ÉG VERÐ ELLISMELLUR!!!!!!!!!!!!!! Svo fór ég að reikna betur, hjúkk það eru 22 ár í þetta hjá mér. Mér létti mikið. En svona getur stærðfræðin verið mér erfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sama hér! ! !!

Baun.. (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:15

2 identicon

það sama hér,en við erum samt snillingar,bara ekki í stærðfræði.og mér finnst það sko í fínu lagi

Bóla (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hahaha, heppin varstu. Græddir bara tíu ár á þessu  En það er satt, það er ekki hægt að vera góður í öllu...

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.8.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Aldrei of seint að leita sannleikans, annars er haldin þessari lesblindu og hún er líka á tölur, en maður lærir á hvaða veikleika maður hefur og getur því leiðrétt sig, svona öllu jöfnu.  En það versta við þetta allt er að lesblindan er ættgeng og allir mínir synir er með hana.

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.8.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband