17.8.2008 | 23:15
Jarðarförin
Í dag varð uppi fótur og fit. Krakkarnir fundi dauðan tjaldur á "leynistaðnum" sínum. Það var greinilegt að þar hafði köttur verið að verki. Ég gróf holu og var tjaldurinn jarðaður með viðhöfn. Krakkarnir fundu stein, sem ég skrifaði á: Hér hvílir tjaldur, d. 16.08.08.
Tommi segist ekkert kannast við málið og lítur sakleysislegur út. Blíða horfir bara leyndardómsfull á mig, en mig grunar hann Tómas Högnason um verknaðinn. Blíða hefur ekki kunnáttu eða krafta til að veiða svona stóran fugl, en Tommi hinsvegar........
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greyið fuglinn að lenda í klóm kisa. Þó skárra þegar það gerist utandyra Kisinn minn kemur stundum inn með fugla sem hann "háttar" á stofugólfinu, fjaðrir um allt, ekkert voða spennó. Haha, ég gruna Tomma, þó hann líti sakleysislega út... Að sjálfsögðu þarf að vera athöfn við hæfi þegar svona lagað gerist. Bestu kveðjur
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:23
Já svona á að gera það Matta.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.8.2008 kl. 23:33
Hm já Tommi,sakleysislegur en ekki alltaf saklaus.
Bóla (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.