13.8.2008 | 11:49
Clapton
Ég fór á tónleika með Eric Clapton í síðustu viku. Mig var búið að hlakka þvílíkt til að fara að hlusta á og sjá goðið. Clapton var frábær, en Egilshöllin hentar enga veginn fyrir svona stórviðburði. Það mátti ekki koma inn með drykkjarvörur, við eyddum rúmlega klukkutíma í biðröð til að fá vatn að drekka, alveg skrælnaðar. Clapton var byrjaður að spila áður en við vorum búin að fá að drekka. Inni í salnum var steikjandi molla og algjörlega loftlaust. Ég eyddi miklum tíma í að standa úti í reykjarmökki og hlustaði á tónleikana. Mér finnst hundfúlt að vera að borga 8000 kr. fyrir að standa úti í sígarettureyk (reyki ekki sjálf) og geta enga veginn notið tónlistina. Hurðirnar voru ekki opnaðar fyrr en í lokin, en þá var búið að bera nokkra út í yfirliði. Svo voru engin sæti og ef maður reyndi að stelast til að setjast í tröppurnar (sem voru fullar af fólki) var maður rekinn burt.
Ég fór líka á tónleika með James Blunt í júní í nýju Laugardalshöllinni, (sem voru by the way frábærir) þar var allt annað uppi á teningnum. Fyrir það fyrsta var ekki svona molla inni, eiginlega bara alveg passlegt og svo voru sæti, en ég var að drepast í fótunum eftir tónleikana í Egilshöllinni eftir að hafa staðið í 4 klukkutíma.
Eitt er víst, ég fer aldrei aftur á tónleika í Egilshöllinni. Það þarf allavega mikið að breytast til þess að ég láti sjá mig þar.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi aðstaða þarna er vart boðleg fyrir hljómleikahald, en hinn mikli meistari Eric Clapton brást ekki
Stefán (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 12:09
Blessuð!
Langar að þakka þér fyrir að vilja verða bloggvinkona mín, mér er sannur heiður að því!
Kveðja, Ásdís
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:30
Sæl bloggvinkona!
Ég var að skoða síðuna þína. Skemmtilegar myndir og frásagnir Fannst soldið fyndið hvað ég sá margt líkt af áhugamálum og fleiru, t.d. prjónar, fimleikar, blóm, kisur...gaman að því
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.8.2008 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.