10.8.2008 | 23:32
Seyðisfjörður
Fyrir ekki svo löngu síðan skellti ég mér til Seyðisfjarðar. Það var orðið allt of langt síðan ég fór síðast, eða 16 ár og því miður eru margir farnir.
Í Reykjavík rakst ég á mynd af skottunni minni, hún er þarna efst í bleikum pollagalla og fyrir neðan í vinstra horni við myndina af Ágústu er Saga skotta.
Séð yfir fjörðinn
Húsið hans Geira frænda er í niðurnýslu, en mér skilst að það standi til bóta
Legsteininn hjá ömmu og afa og litli frændi er þarna líka
Við skruppum út á Eyrar, þetta er Brekka, húsið sem amma og afi bjuggu í síðustu árin áður en þau fluttu inn á Seyðisfjörð
Bryggjan á Eyrunum séð út um glugga á Brekku
Gamli skólinn þar sem mamma gekk í skóla
Valla frænka, móðursystir. Hún er 92 ára gömul en er ennþá að dunda sér í handavinnu
Við vorum tvær nætur á Seyðisfirði, svo var keyrt á Selfoss. Keyrslan tók 9 klukkutíma og gekk í alla staði vel, ekkert óvænt kom uppá, en mikið var nú samt gott að geta lagst í koju í Herjólfi á heimleiðinni.
Að lokum langar mig að setja nokkrar blómamyndir inn
Yndislega fallegar Anemónur
Mánafífillin geislar í kapp við sólina
Bláklukkur. Í vor ætlaði ég að taka þetta í burtu, því ég hélt að þetta væri bara grasþúfa, en ákvað að bíða og sjá til, sem betur fer.
Silfurkambur frá því í fyrra. Hann er ca. 50 cm hár og er að fara að blómstra
Fleiri fallegar Anemónur
Þessar eru úr eigin "framleiðslu" og er ég bara nokkuð ánægð með þær
En nú fer ég rétt bráðum að gera eins og hún Blíða mín hérna. Góða nótt
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir Matta.
Þú hefur þennan yndislega garð sem sjá má að blómstrar heldur betur.
Dugleg að drífa ykkur í ferðalag alla leið á Seyðisfjörð, en alltaf er það gaman að koma á ættarslóðir.
Blíða ber nafn með rentu, ekkert er friðsælla en kisa að lúra.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.8.2008 kl. 00:54
Gaman að þessum myndum, ég held að ég hafi ekki komið á Seyðisfjörð ennþá. Alltaf gaman að koma á æskuslóðir. Myndirnar af blómunum meiriháttar. Campanúlan er flott eins og annað. Knús á þig inn í daginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.