18.7.2008 | 12:16
Stundum...........
.............verð ég hálf hrædd við sjálfa mig. Eins og t.d. þá dreymdi mig, að ég væri að taka úr þurrkaranum, en allur þvotturinn var ennþá hálf rakur. Svo í morgun fór ég að gera nákvæmlega það (taka úr þurrkaranum) og hvað haldið þið? Jú, ég varð að setja hann aftur í gang, því allur þvotturinn var rakur. Scary...........
Annars er veðrið búið að vera alveg yndislegt, brakandi sól og blíða. Ég tók mig til í fyrradag og byrjaði að bera á grindverkið á stóra pallinum, en varð að hætta vegna ofnæmis fyrir fúavörnini. Þrjóskaðist samt í nokkra klukkutíma.
Kominn getur, farin.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð Matta og kærar þakkir fyrir síðast.
Það er ekkert smá verkefni að bera á það grindverk, ferlegt að fá ofnæmi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.7.2008 kl. 00:01
Innlitskvitt.
Magnús Paul Korntop, 22.7.2008 kl. 22:55
Þetta heitir að dreyma fyrir daglátum Matthilda mín. Þetta getur verið óþægilegt, en er sér náðargáfa. En elskan hvað varð um snúrurnar úti í brakandi þurrkinum ? Þurkari hvað !!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 10:19
Ásthildur, ég bara get ekki ákveðið hvar ég á að pota niður snúruni. Vill ekki hafa hana of nálægt trjánum og finnst ljótt að hafa snúru á miðju túni, vill ekki heldur hafa hana of nálægt blómunum, því þá er ég hrædd um að þau geti skemmst. Úffffff............þetta er erfið ákvörðun.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 27.7.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.