Krakkarnir á leikskólanum og fóstrurnar...............

..................virtust ekki taka eftir neinu þegar skjálftinn reið yfir í gær. Ég sat í bílnum fyrir utan leikskólann, en Sunna Mjöll fór inn að ná í Ágústu. Allt í einu byrjar bílinn að hristast, ég hélt að hann væri að bila og drap á honum, en hann hélt áfram að hristast. Ég ætlaði varla að þora að setja aftur í gang, hélt að bíllinn myndi springa í loft upp, eða eitthvað. Krakkarnir héldu bara áfram að leika sér, áhyggjulaus og tóku greinilega ekki eftir neinu. Þegar ég kom heim sat Margrét skít hrædd inni í stofu og ljósakrónurnar voru ennþá á iði. Það datt samt ekkert úr hyllunum, sem betur fer, en Georg hringdi af sjónum, hann fann fyrir þessu, hélt að hann hefði fengið í skrúfuna. Blíða sat furðu lostin fyrir utan og neitaði að koma inn. Tommi hinsvegar, hann svaf sínum fegurðarblundi eins og ekkert hefði gerst, enda þarf mikið til að raska ró hans.

Þessi skjálfti fannst samt ekki eins vel hérna í eyjum og skjálftinn sem var 17. júni 2000. Þá var ég stödd inni í dal með Sunnu, sem þá var þriggja ára. Ég greip hana með mér og hljóp eins og fætur toguðu, enda var þvílíkt grjóthrun og hnullungarnir ýmiskt á eftir mér eða á móti mér. Svo hætti ég að hlaupa, til hvers, þetta var hvort sem er búið, og stóð bara og reyndi að færa mig undan grjótinu, en passaði samt að ekkert kom fyrir Sunnu Mjöll. Ég mætti Bodda og hann sagði seinn að augun í mér hefðu verið alveg tóm, eins og ég væri búin að sætta mig við örlögin og væri tilbúin að mæta því sem verða mætti.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já náttúruöflin láta ekki að sér hæða,á okkar fallega og yndislega landi,við megum alltaf búast við einhverju óvæntu.Ég var fljót að hlaupa út  og athuga hvort það væri farið að gjósa,en sem betur fór var það ekki svo slæmt ,var í nettu sjokki allan daginn,en er búin að jafna mig núna púffpúff

Bóla (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband