11.5.2008 | 12:05
Takk fyrir og góðan daginn
Eins og líklega hefur komið fram áður, þá er hún Ágústa mín mjög ákveðin lítil stelpa.
Um daginn voru þær stelpurnar að horfa á mynd í sjónvarpinu, ég sat í hægindastólnum og slakaði aðeins á og hlustaði á tónlist. Ég hafði tekið eftir því, að hún hafði verið að gjóa augunum til mín annað slagið en ekkert sagt. Svo stendur sú stutta upp, labbar mjög ákveðin til mín, tekur head-phonið, stingur því í samband, réttir mér og segir:"Hér er sko verið að horfa á sjónvarpið, takk fyrir og góðan daginn." Svo labbar hún í burtu og heldur áfram að horfa á myndina.
Ég sat þarna með head-phonið og reyndi að kæfa hláturinn og hlustaði á Dr. Hook syngja um rónann, sem saknar hana Carrie sína og vill að hún beri sig áfram.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha dúllurass
bóla (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:24
Hehehehe góð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 10:00
haha! já hún er sko ákveðin stelpan...thíthí...
Baun.. (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 10:18
Sæl Matta.
Já góð sú stutta.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.5.2008 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.