22.4.2008 | 19:11
Annað kast
Fékk annað kast í vinnunni í gær, verkstjórinn keyrði mig til læknis. Þetta kast var ekki eins slæmt og hitt, en samt nóg til að ég ákvað að kíkja á lækninn. Púlsinn fór upp í 137, sem er náttúrulega allt of hátt. Læknirinn vill meina, að þetta eru streitueinkenni. Hugsið ykkur, ég af öllum manneskjum með streitu. En líklega er það álagið undanfarið, bæði í vinnunni og það að vera nýflutt í nýtt hús. Ég fékk einhverjar töflur, sem lækka púlsinn og þær alveg svín virka. Svo fer ég aftur til læknis eftir svona 10 daga.
Annars er ég lasin í dag, með hálsbólgu og smá hita. Svaf alveg hrikalega illa í nótt, fannst altaf eins og hálsinn væri að lokast og ég væri að kafna. Fór ekki í vinnu í dag og örugglega ekki heldur á morgun. Sunna Mjöll er búin að vera lasin í síðustu viku, hún hefur örugglega smitað mömmu sína.
Ég verð að viðurkenna, að ég er svolítið smeyk núna. Er hrædd um að ég gefi upp öndina þá og þegar, gleymi jafnvel að njóta þess að vera til og sekk mér í einhverjar neikvæðar hugsanir. Ég veit vel að ég má ekki hugsa svona og verð að ná mér upp úr þessu, en þegar maður liggur lasinn heima og hefur ekkert annað að gera en að hugsa, laumast svona hugsanir að manni alveg óvart. Ég man alltaf eftir viðtali, sem Dr. Phil var með. Kona var hjá honum, sem var hrædd um að fá krabbamein og deyja úr því. Hann sagði við hana:"Hugsaðu þér, eftir kannski svona 20-30 ár, þá verður þú fyrir bíl og í þann mund sem þú deyrð hugsarðu:" I´ll be damned, I didn´t suppose do die like this:" Þá hefurðu eytt mörgum árum í að vera hrædd og með áhyggjur í staðinn fyrri að njóta lífsins." Ég held að hún hafi áttað sig þá. Ég reyni að segja þetta við sjálfa mig, þetta kemur, það er ég viss um, þetta er bara svona fyrst eftir áfallið, vonandi. Ég nenni ekki að eyða lífinu í hræðslu, ég vil ekki láta hræðsluna stjórna lífi mínu. Talaði við minn heittelskaða um þetta um daginn og leið þá aðeins betur í nokkra daga, en svo fékk ég annað kast og allt fór aftur í sama farið. Ef þetta hefur ekkert lagast þegar ég fer aftur til læknis, verð ég að nefna það við hann.
Annars er vorið komið hér í eyjum. Blómin farin að stinga upp kollinum úr dökku moldinni, flugurnar farnar að láta sjá sig og tjaldurinn (uppáhalds fuglinn minn) er löngu kominn. Georg setti trampólínið upp um helgina og allt hefur iðað af börnum og lífi síðan, rosa gaman. Það var meira að segja gifting á trampó um daginn. Litla skottan mín giftist vini sínum, honum Tryggva, Sunna var presturinn. Jább, ég á fimm ára gamlan tengdason.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Matta.
Ég lenti í því fyrir tveimur árum að vita ekki hvað að mér væri, fannst eins og ég væri að detta út þyngdist um öndun og einar tvær ferðir til læknis sögðu að þetta væri streita.
Þegar ég þriðja skipti hringdi á næturlækni þá fattaði ég sjálf allt í einu að ræða við lækninn hvort hér gæti verið um astma að ræða sem hann kvað vel geta verið og skaffaði mér lyf við slíku, og vanlíðan þessi hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Vona þér batni.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.4.2008 kl. 00:01
Vona að þér fari að líða betur sæta mín...svona áhyggjur vinda uppá sig og þú verður einsog tengdamamma mín fyrrverandi, sem þorir ekki út því að hreina loftir drepur!!...og svo þorir hún ekki að borða neitt annað en lífrænt ræktaðan hafragraut, því að hún er svo hrædd um að fá krabbamein! Spáðu í hvað hún hefur misst af miklu!
Þú ert yndisleg og átt allt gott skilið!
Knúsar,
E.
BAun.. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:23
Til hamingju með "tengdasoninn" Það eru einmitt þessi augnablik, þessar fallegu minningar sem myndast óvænt í hversdeginum sem eru svo dýrmætar. Lífið í vorinu, börnin, fuglarnir og svo blómin sem vaxa upp og brosa til okkar óvænt einn daginn eftir langa bið. Það eru þessi atriði sem hjálpa manni að anda djúpt og rólega, slaka á og njóta. Þú lýsir einmitt öllu þessu og ert greinilega að njóta lífsins og alls ekki að missa af neinu Þessi atriði eru Lífið
Vona að þér fari að líða betur sem fyrst en gefðu þér tíma.
Bestu kveðjur úr Hafnarfirðinum
Ragnhildur Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 00:33
Knús á þig elsku Matthilda mín. Það er ekki gott að hafa svona hugsanir, þú verður að lyfta andanum svolítið og sjá það sem er fallegt og gott, og útiloka það neikvæða. Gangi þér allt í haginn elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 11:59
Er á réttri leið með sálartetrið (í bili allavega).
Guðrún María, frétti að þú ert á leiðinni til eyja á morgun, vonandi get ég mætt á fundinn, er ennþá með þessa leiðinda flensu.
Æ Eydís, takk. Er tengdó fyrrverandi ekki farin að nálgast áttrætt? Ég hef ekki áhuga á að lifa svona næstu árin og missa af öllu.
Ragnhildur og Ásthildur, takk fyrir góðar kveðjur.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 24.4.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.