Anemónur

Loksins er ég búin að eignast hús með garði og er að fikra mig áfram. Er búin að versla fullt af vorlaukum og búin að gróðursetja í potta, sem ég ætla að hafa úti á palli. Í síðasta mánuði sáði ég sumarblóma fræjum sem eru sprottin, en eitt veltist fyrir mér og það eru anemónurnar. Er með tvo poka niðri í bílskúr, en veit ekki alveg hvað ég á að gera. Á ég að gróðursetja þær í potta, eða er hægt að setja þær beint út í garð þar sem ég ætla að hafa þær. Ætlunin er að hafa þær í beði við innkeyrsluna sem snýr í vestur, eða kannski frekar suð-vestur. Getur einhver hjálpað mér með þetta? Ég yrði innilega þakklát. Og eitt enn, geta anemónur lifað af veturinn úti í garði, eða þarf að taka þær upp um haustið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vitikki.....eru amóníur ekki að spretta útí beði hjá Bólu....ekki tekur hún þær inn.....annars veit ég ekki.....

Baun.. (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 17:19

2 identicon

Stendur ekki eitthvað um þetta í Stóru Blómabókinni,sem þú fékkst lánaða hjá okkur.

bóla (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Mér dettur bara í  hug lagið sem Ronja syngur um anemónur gleðisöngur um vorið.Ég setti niður anemónulauka sl.haust þær eru að gægjast upp. Einu sinni setti ég hnýði niður að vori þau voru þurr þurfti að leggja þau í bleyti yfir nótt þetta kenndi Eiríkur í Eyjablóm mér anemónurnar voru búnar að koma upp ár eftir ár í gamla garðinum.En til hamingju með nýja heimilið og garðinn

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband