Uppvakning

Vildi bara láta vita af mér. Hef verið mikið upptekin undanfarið, bæði í vinnunni og hérna heima. Var minnt á það í gær að slaka aðeins á. Var í vinnunni, þegar ég fór að fá svimaköst og hraðan hjartslátt. Þetta gerðist nokkrum sinnum, og var mér ekki farið að standa á sama og ákvað að fara heim, en þar sem ég var með svima, þorði ég ekki að keyra heim. Fór því inn á skrifstofu, þar sem báðir verkstjórarnir voru, og spurði, hvort einhver væri til í að keyra mér heim? þeir spruttu báðir upp úr stólunum sínum, annar keyrði mér heim, hinn kom á eftir á bílnum mínum. Góðir yfirmenn þar á ferðinni.

Ég hringdi svo í vakthafandi læknir og sagði hann mér að koma niður á sjúkrahús. Ég mætti þar og var tekið af mér hjartalínurit. Á meðan ég var í tækinu, fékk ég annað svona kast og fór púlsinn upp í 160. Læknirinn var bara ánægður með að þetta skyldi gerast, og eiginlega ég líka, því þá sáu þeir að þetta var ekki bara kerlingavæl í mér. Því næst fékk ég lyf í æð sem lækkaði hjartsláttinn og var ég lögð inn í nokkra klukkutíma, meðan það var verið að fylgjast með mér. Kom heim um kvöldmatarleytið.

Þetta vakti mig heldur betur til umhugsunar. Ég tek þessu sem aðvörun. Ég er ekki tilbúin að kveðja strax og ætla að gera það sem ég get til að svo verði ekki.

Ég ætla í vinnu á morgun, ef ekkert gerist, en á að hafa samband strax annars. Ætla að fara vel með mig héðan af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Matthilda mín, vonandi er þetta bara eitthvað smáræði. Knús á þig inn í vikuna framundan.  Vonandi batnar þér fljótt og vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 16:10

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Matta.

Hjartans knús til þín , farðu vel með þig.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.4.2008 kl. 01:31

3 identicon

Já, það er eins gott Matthilda mín! ...annars....þússt...tappinn!.....fiskarnir útí sjó!!

160 er ekki góð tala, svo passaðu sjálfan þig því að enginn annar gerir það....nema kannski Georg!

 nússar,

Baun.

Baun.. (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:23

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nú er að hlusta á skrokkinn og fara varlega það er ekkert alltaf auðvelt en þarf að æfa

Bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.4.2008 kl. 09:54

5 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Þakka ykkur góðar kveðjur. Núna er ég að reyna að ekki vera að láta smámál fara í pirrurnar á mér og stressa mig að óþarfa.

Gleymdi víst að nefna það, að ég er lág í járni og þarf að taka járntöflur, en það getur hafa orsakað þetta.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 16.4.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband