Páskaeggið

Dísa var 11 ára. Hún hafði þykkt, sítt hár niður á mitti. Hún var líka miðjubarn í 5 barna hópi, eina stelpan. Bræður hennar áttu það til að stríða henni og gera at.

Nú var komið að páskunum. Hún var ekki búin að gleyma páskunum fyrir ári síðan. Þá höfðu bræður hennar stolið og borðað páskaeggið hennar, hún fékk ekki einu sinni smá mola. En nú ætlaði hún sko að passa upp á eggið sitt. Hún ætlaði að fela það fyrir bræðrum sínum þar sem þeir gátu ekki náð því.

Kvöldið fyrir páskadag, þegar hún var að fara að sofa, tók hún fallega eggið sitt, þetta var strumpaegg nr. 5 með strympu, og fór að leita að felustað. Hún hugsaði sig vel um og gekk um húsið í leit góðum felustað, en hvað sem hún reyndi, fann hún ekki nægilega góðan stað þar sem bræður hennar myndu ekki finna eggið. Að lokum ákvað hún að hafa það á koddanum hjá sér um nóttina, þá myndi hún vakna, ef bræður hennar kæmu til að taka það. Hún tók plastið af egginu, en hvað þetta var fallegt páskaegg, strympa var í bleikum kjól með spegil. Dísa var yfir sig ánægð með eggið sitt. Hún lagðist á koddann sinn og kyssti eggið góða nótt, svo sofnaði hún.

Um morguninn vaknaði hún við, að eitthvað var límt við kinnina. Hún settist upp, ó þvílík sjón sem mætti henni. Páskaeggið hafði oltið um nóttina, hún hafði legið ofaná því og það hafði bráðnað. Rúmið, andlitið og ekki síst hárið var útatað í súkkulaði. Strympa lá þarna, öll útbíuð með spegilinn sinn. Dísa fór að gráta. Enn einir páskar, þar sem hún fékk ekkert páskaegg. Henni fannst þetta allt bræðrum sínum að kenna, ef þeir hefðu ekki stolið egginu hennar í fyrra, hefði hún ekki þurft að passa svona vel upp á það núna. Mamma hennar kom inn í herbergið til hennar. "Ó, Dísa mín, ósköp er að sjá þetta. Við verðum að redda þessu." þær fóru saman inn í eldhús. Mamma hennar var lengi, mjög lengi að reyna að greiða súkkulaðinu úr hárinu á henni, en það endaði með því að hún neyddist til að klippa fallega síða hárið hennar. Bræður hennar vorkenndu henni og gáfu henni af sínum eggjum. En mikið hlógu þeir nú samt að systur sinni og var þessi saga rifjuð upp um hverja páska í mörg ár eftir þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Matthilda mín þessi saga segir svo margt.  Takk fyrir að deila henni með okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 15:18

2 identicon

....gæti alveg verið mín saga....thíthí

baun... (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 19:32

3 identicon

Man eftir tessu,tað var á Brekastígnum............

´stóra Sunna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 19:51

4 identicon

Hmhm eitthvað kannast ég við þessa sögu,hehe

Bóla (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband