15.3.2008 | 21:54
Já, hæ
Vildi bara láta vita af mér, er ennþá með lífsmarki, ef svo má að orði komast. Ekki það, að ég hafi verið eitthvað veik, er blessunarlega laus við þann fjanda, 7-10-13, en hef verið að vinna, vinna og meiri vinna. Er farin að vinna til 3, að minnsta kosti oft lengur og á laugardögum. Þegar ég er búin í þeirri vinnu fer ég í hina vinnuna mína sem er heimilið og allt sem því fylgir. Oft sest ég ekki niður fyrr en um 9 eða 10 leytið á kvöldin, alveg búin og þá langar mig nú ekki mikið til að fara í tölvuna. En þetta er bara stuttur tími sem það er svona mikið að gera í vinnunni, mér finnst meira að segja farið að styttast í sumarfríið. Er ekki alveg búin að ákveða hvenær ég fer í sumarfrí, þarf fyrst að ákveða, hvenær Ágústa hættir á leikskólanum. Ó mæ got........hún er að fara í skóla í haust, en hvað tíminn flýgur áfram, eins gott að njóta hans vel.
Okkur líður rosalega vel í nýja húsinu, frábært í alla staði. Sunneva, rúmið bíður eftir þér. Vonandi getur þú haldið upp á stórafmælið hérna hjá mér í sumar, þú og Ágústa. Hún er í læknisleik akkúrat núna, dúkkan er eitthvað veik og þarf hjúkrun. Yndislegt að fylgjast með henni. Ótrúlegt hvað það að fylgjast með börnunum að leik gefur manni mikið.
Jæja, ætla ekki að þreyta ykkur meira með rausinu í mér, vildi bara sýna smá lífsmark. Góða nótt elskurnar og eigið þið góðan sunnudag.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 106698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Matta.
Gaman að heyra, já blessuð börnin segja manni allt um mann sjálfan alltaf öllum stundum og þeirra er framtíðin.
góðar kveðjur til Eyja.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.3.2008 kl. 01:07
Gott að heyra,ég ætla að reyna allt til að komast,við eigum báðar merkisafmæli(báðar fylla runt)
Stóra Sunna (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 10:59
Gott að heyra frá þér Matthilda mín, uss suss ekki vinni yfir þig. En gott að vita að þú nýtur þín í nýja húsinu. Knús á þig inn í helgina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2008 kl. 13:00
Gleðilega Páska
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.3.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.