Kveðjustundin

Undanfarna tvo daga hafði hún notað til að þrífa gamla húsið sitt, með hjálp frá góðu fólki. Nú var hún komin aftur á staðinn, sem hún hafði búið í síðastliðin 10 ár. Það þyrmdu yfir hana blendnar tilfinningar við að koma inn í tómt húsið. Þau keyptu þetta hús á sínum tíma, vegna þess að þau neyddust nánast að flýja úr hálf ónýtri íbúðinni sem þau áttu annarsstaðar í bænum. Elsta dóttirin var slæm af astma og var alltaf veik, rakinn í íbúðinni var það mikill.

Nú var hún sem sagt komin aftur til að kveðja gamla húsið sitt. Hún gekk um tómt húsið, herbergi fyrir herbergi. Þau höfðu verið hamingjusöm hérna, en auðvitað höfðu líka verið erfið tímabil. Hún mundi, þegar þau fluttu inn með allt dótið sitt. Þá var miðlungsdóttirin aðeins 10 mánaða, sú elsta 7 ára og sonurinn 10 ára. Hún stoppaði í tröppunum upp á loft, tröppunum sem sú yngsta þá datt niður þegar hún var 14 mánaða gömul. Mikil mildi þótti, að ekki fór verr. Það komu sprungur í kinnbeinin og mikið blóð, en sem betur fer ekkert meira.

Hérna höfðu þau stritað til að gefa börnunum sínum það líf, sem þau óskuðu þeim, barnæsku, betri en sú sem þau hefðu upplifað í drykkju og óreglu hjá feðrum sínum. Það var eitthvað, sem þau reyndu af mestu megni að skýla börnunum sínum fyrir.

Hún settist á mitt gólfið í tómri stofunni, nánast á sama stað og hún hafði sett bílstólinn með yngstu dótturinni þegar hún kom heim með hana af spítalanum, nýfæddri. Tæpum þrem vikum seinna hafði hún lent aftur á spítalanum, hún fékk sturtning eina nóttina, ekki er gott að vita hvað hefði gerst, ef maðurinn hennar hefði ekki verið heima og komið henni á sjúkrahúsið, en það var eitthvað sem  hún nennti ekki að velta sér allt of mikið uppúr. Hún var bara þakklát. Þakklát fyrir að hafa fengið að lifa og sjá börnin sín dafna og stækka.

Hún gekk einn síðasta hringinn, ýmsar tilfinningar börðust innra með henni. Hún fann ekki fyrir sorg eða depruð yfir að yfirgefa húsið, heldur gleði yfir þessum árum sem hún hafði eytt hérna, en núna var kominn tími til að breyta til og halda áfram á nýjum stað. Stað, sem hana hafði dreymt um í nokkur ár, en aldrei í sínu lífi búist við að myndi nokkurn tímann verða hennar. Hún hafði verið mjög nægjusöm og þolinmóð gegnum árin, því í sannleika sagt, þá var þetta ekki mjög glæsilegt hús, þó að það hefði kannski einu sinni verið það, þá var núna kominn tími á að gera eitthvað fyrir það. Þau hefðu tekið þá ákvörðun seint í haust, að setja húsið á sölu og ef það væri ekki búið að selja það í sumar, myndu þau gera það upp, en sem betur fer, þá var maður sem var tilbúinn að borga gott verð fyrir það.

Hún opnaði útidyrnar og gekk út í góða veðrið. Fyrir utan mætti hún kisanum sínum, hann hafði líklega hugsað eins og hún, að fara og kveðja óðalið sitt. Hún tók hann upp, setti hann inni í bílinn og saman keyrðu þau í átt að nýja, fallega húsinu sínu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Stórkostleg saga Matta, alveg frábær lestur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Mögnuð frásögn! Gæfa fegurð og gleði fylgi ykkur í nýja húsinu

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.3.2008 kl. 11:31

3 identicon

Ég horfi líka á húsið með blendnum tilfinningumm og skrítið að geta ekki bara valsað inn óboðin....fannst líka skrítið að skúra gamla herbergið mitt og tók efti rða það er meir að segja sami slökkvarinn á veggnum!

Nýja húsið fer ykkur vel!

Til lukku með framtíðina!

Baun.

BAun.. (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Flott saga.

Guðjón H Finnbogason, 3.3.2008 kl. 13:32

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg hugvekja Matthilda mín, og innilega til hamingju með nýja draumahúsið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband