Það tók því

Ég mokaði innkeyrsluna voða vel í fyrradag, mokaði alveg niður í stétt, það var varla snjókorn eftir, það tók því. Pant ekki moka núna.

Annars man ég eftir svipuðu í janúar 1993. Þá var Georg veikur og ég þurfti að fara á apótekið. Klæddi mig í flotvinnugalla og rölti þessa stuttu leið. Þá bjuggum við á Miðstræti, en þar var ekki rutt og var ég að vaða snjóinn upp í mitti. Vestmannabrautin hinsvegar var rudd og náðu ruðningarnir sitt hvoru megin við mig mér upp fyrir haus.

Kisa var alveg í spreng í morgun og vildi komast út, ég opnaði hurðina fyrir henni, en skaflinn náði mér upp á háls. Kisu greyið horfði spyrjandi á mig, eins og hún væri að spyrja hvort þetta ætti að vera lélegur brandari eða eitthvað, snéri svo við og fór í sandkassann sinn.

Miðlungurinn var að passa í gærkvöldi og gisti, en kemst ekki heim núna, hún er í góðu yfirlæti hjá Helga, henni finnst það alveg örugglega ekki leiðinlegt, en kisan þeirra gaut 3 kettlingum í síðustu viku. Gelgjan er í Reykjavík og kemst líklega ekki heim í kvöld, en hún á að koma með seinni ferð.

Sem betur fer mundum við eftir að setja bílinn minn inn í gærkvöld, hann verður örugglega þarna þangað til einhverntímann í sumar, með þessu áframhaldi.


mbl.is Innisnjóaðir Vestmannaeyingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég sendi ykkur bara góða kveðju Matthilda mín, hér er komið hið besta veður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 14:02

2 identicon

Maður á bara ekki til aukatekið orð...ætlar þessu ekki að fara linna...tók því að moka frá bílnum svo hann kæmist leiðar sinnar  hann er kominn á kaf :( ætlaði að vera voða sniðug og labba út í 11-11 snéri við þegar ég sá skaflana 2-3 metra háir djíses

Helga Svandís Geirsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er aldeilis snjólætin! Ég gat nú ekki annað en skellihlegið þegar ég las um svipinn á kisu við að sjá snjóinn hhahhah þær geta svo sannarlega gefið manni ákveðið meiningarfullt augnaráð   

Bestu kveðjur í allan snjóinn. Mér finnst alveg nóg sem við höfum hérna í Hafnarfirðinum og nenni ekkert að vera að moka stéttina enn einu sinni

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.3.2008 kl. 17:34

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hörmung að missa af þessu - en samt ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.3.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband