Björgunarsveitarmenn í bílskúrnum

Akkúrat núna eru björgunarsveitarmenn inni í bílskúr hjá stóru sys. Hliðarhurðin liggur á gólfinu, þurrkari sem er þar inni liggur á hlið og stóra hurðin er fokin upp. Mágur er uppi á landi, þær mæðgurnar einar heima, þeim hefur örugglega vantað karlahormón og hringt eftir þeim, hehehe.

Það er brjálað veður, 32 m. sek. á Stórhöfða og Herjófur liggur við bryggju. Hann kom ekki fyrr en kl. 16:30 í dag og þurfti hjálp frá Lóðsinum við að komast að bryggju. Við höldum okkur bara innandyra, reyndar er Georg farinn að athuga með Blíðuna, meira að segja kisur halda sig inni og verða bara að láta sér nægja að nota kúkakassann sinn.


mbl.is Beiðnum um aðstoð fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Besti vinur minn var Færeyingur,kom til Vestmannaeyja 9ára 1957 og flutti þaðan 1963 við kynntumst svo 1965 vorum báðir að læra hjá SS og vinskapur okkar stóð í 40 ár þegar hann lést úr sjaldgæfum sjúkdómi hann hét Gunnar Christiansen hann og hans fólk mjög gott fólk.

Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 19:44

2 identicon

ekki er hægt að lesa bloggið þitt sökum alltof stórrar auglýsingar

ragnheidur (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Púff, það er aldeilis mikið í gangi hjá ykkur, vona að allt fari vel.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.2.2008 kl. 00:18

4 identicon

...held ég taki þurrkarann þinn bara.....

Og skúrinn minn er uppá Heimakletti....ásamt hjólinu mínu.....

Baun.. (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 11:23

5 identicon

Já það er aldeilis gott að hafa góða björgunarsveit,þegar eiginmaðurinn er ekki heima.Þeir eru alltaf tilbúnir að koma og redda hlutunum fyrir mann,þessar elskurEn hvað geri ég þegar þið eruð flutt,enginn að fylgjast með hinum megin við götuna þegar mikið liggur áÉg banna ykkur að flytja

Bóla (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 16:06

6 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Baun: Þú færð bara Georg að koma með þér upp á Heimaklett að ná í skúrinn og hjólar með hann niður.

Bóla: Of seint, skrifuðum undir í gær.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 9.2.2008 kl. 20:35

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Úff þetta veður! Vona að allt sé í lagi núna. Brotnaði bílrúða hjá okkur í rokinu. Ekki hundi út sigandi, í orðsins fyllstu merkingu! Þeir voru farnir að labba hér um með "krosslagða fætur!"

TIl hamingju með nýja húsið  spennó

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.2.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband