31.1.2008 | 20:52
Síðasta kaffiboðið
Ég hélt síðasta kaffiboðið mitt á Skaftafelli í dag. Það var ekkert meiningin að halda neitt sérstaklega upp á þetta, en ég fékk skyndihugdettu og ákvað að hjóla í það. Var stödd niðri í bakaríi í dag, að kaupa köku í tilefni afmælisins, en rak þá augun í frosinn (heitan) brauðrétt, hann kostaði litlar 1890 kr. Fannst mér þetta frekar dýrt, og ákvað að skella bara í einn heitan. Svo bakaði ég pönnukökur og bauð í kaffi, eða, já, reyndar var það te. Ég mun nokkuð örugglega ekki halda afmælisveislu í þessu húsi aftur, þar sem Sunna Mjöll ætlar að bíða með sitt afmæli, þangað til við erum komin í nýja húsið okkar.
Annars sá ég í Fréttum í dag grein, þar sem er kvartað yfir löngum biðtíma eftir viðtali hjá lækni hérna í eyjum, eða viku. Ég hef þurft að bíða í tvær vikur, þannig að mér finnst vika ekkert langur tími miðað við það. Þegar ég var sem veikust í fyrra og þurfti virkilega á lækni að halda, var ég dregin á asnaeyrunum, gat ómögulega fengið tíma sama dag, þurfti fyrst að tala við hjúkrunarfræðing, svo aftur eftir tvo daga og þá loksins komst ég til læknis. Þá var ég búin að vera með hita í viku, þið vitið hvernig þetta endaði hjá mér, en ég endaði með rör í nefinu og daglegri ferð upp á spítala að láta skola úr kinnholunum. Þetta finnst mér alveg óþolandi og finnst mér að eyjamenn ættu að taka sig saman og kvarta til Landlæknis. En þýðir það eitthvað? Ég efast um það. Eins gott að maður sé við góða heilsu.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held bara að vestmanneyjingar séu læknaóðir....svona í mörgum tilfellum er hlaupið til læknis um leið og hnerrað er...svo það bitnar á okkur hinum sem fara ekki til læknis nema fóturinn sé aaaaalveg að detta af!
Baun.. (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 10:20
Takk fyrir goðann sopa,roprop
Bóla (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.