27.1.2008 | 11:41
Afmælisbarn dagsins
Miðlungurinn minn, Sunna Mjöll Georgsdóttir er 11 ára í dag. Stór dagur í hennar lífi. Hún ætlar ekki að halda upp á afmælið strax, heldur bíða þangað til við erum komin í nýja húsið. Hún fékk smá pakka í tilefni dagsins, náttbuxur og hettupeysu, en svo fær hún eitthvað í nýja herbergið sitt, þegar þar að kemur.
Hérna er hún með "dóttur" sína, hana Blíðu.
Hún var eitthvað að velta því fyrir sér í gærkvöldi, hvort hún fengi pakka frá okkur í dag, þá heyrðist í litlu skottu:"Þú færð ekki náttbuxur." hahaha, ein sem getur ekki þagað yfir leyndarmáli.
Til hamingju með afmælið, elsku dúllan mín.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með afmælið Sunna Mjöll, og til hamingju með hana líka Matthilda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 12:17
Til hamingju með prinsessuna! Hún fer að fermast bráðum......
...þó að það sé rosalega stutt síðan að súmó-glímu-barnið fæddist!!
Baun.. (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:34
Takk fyrir stelpur.
Hahahaha lítla súmó-glímu barnið. Hún var reyndar alveg eins og japani, ef út í það er farið. Sumir voru að spauga með það, hvort ég hefði eitthvað verið að dúlla mér með japönunum, sem voru hérna á loðnuvertíðinni árið áður.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 27.1.2008 kl. 19:12
Til hamingju með dömuna,hún er alveg einstök og sniðug stelpa þessi elska
Bóla (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 20:13
Til hamingju með stúlkuna. HúnáammælidaghúnáammælidaghúnáammælúnSunnahúnáammælídag.
Bergur Þór Ingólfsson, 28.1.2008 kl. 12:36
Í dag á hinsvegar mamman afmæli, hún verður alltaf fallegri og fallegri eftir því sem árin líða . Til hamingju með daginn ástin mín .
Georg Eiður Arnarson, 31.1.2008 kl. 07:56
Til hamingju með afmælið litla sys.Þú ert alveg að ná mér.Já Goggi það er gott að ástin blómstrar hjá ykkur
Bóla (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.