21.1.2008 | 20:45
Mamma mín
Mamma mín, Jórunn Emilsdóttir Tórshamar fæddist þennan dag árið 1919. Hún hefði sem sagt orðið 89 ára í dag. Hún lést eftir stutta baráttu við krabbamein þann 18. júli 1997. Ég á margar góðar minningar með henni mömmu, en bestar eru þó minningarnar um kvöldin, sem við sátum saman með prjónana og spjölluðum um alt milli himins og jarðar. Eins þegar ég sem lítil stelpa kúrði uppí hjá henni, stundum las hún fyrir mig, altaf var hún með blað eða bók og var að lesa. Svo vaknaði ég við að hún dottaði og missti blaðið á gólfið. Aldrei viðurkenndi hún þó að hún hefði sofnað. Hún náði að sjá miðlunginn, en hún var aðeins sex mánaða, þegar hún kvaddi þennan heim. Fyrir það er ég þaklát.
Hérna er hún ung og glæsileg. Mig minnir að þetta sé fermingarmyndin af henni. Ef ekki, leiðréttið mig þá.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, hún var stórkostleg kona! Sakna hennar mikið!
Baun.. (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 00:08
Já mamma var einstök kona,móðir,amma,vinkona og vinur,og er hennar sárt saknað af öllum sem þekktu hana.Blessuð sé minning hennar.En þetta er ekki fermingarmyndin af henni.Þessi er tekin að mig minnir að hún hafi sagt þegar hún var í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað.Ég á fermingarmynd af henni þar er hún með síða hárið og í hvítum kjól.Þú mátt fá afrit af henni
Bóla (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 00:42
Nú rifjast upp fyrir mér stundirnar með mömmu í eldhúsinu báðar að prjóna eða hekla barnaföt, en við vorum óléttar saman, hennar fæddist hálfum mánuði á undan mínum. Það er gott að eiga góðar minningar Matthilda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 20:38
Blessuð sé minning móður þinnar.
Nokkuð eruð þið nú likar mæðgurnar.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.1.2008 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.