Og þá fór að snjóa

Það gerist ekki á hverju ári að allt fer á kaf í snjó hér í eyjum, síðasta vetur var sleðafæri í tvo daga, að mig minnir, en á þriðjudag fór að snjóa og ekki smá mikill snjór. Það fór hreinlega allt á kaf. Vestmannabrautin varð ekki rudd fyrr en á miðvikudag (það mætti halda að maður borgaði ekki skattana sína). Ég hafði vit á því að færa bílinn minn, en bíll vinkonu Margrétar var hérna fyrir utan, og er enn. Ég tók myndir af þeim vinkonunum að reyna að moka bílinn úr snjóskaflinum, en ekki gekk það neitt, hann er þar enn.

ýmislegt 006

Hún (Margrét sko) getur ekki skilið, afhverju ég vill ekki lána henni bílinn minn í þessari hálku. Hún er búin að vera með bílpróf í tæpa tvo mánuði. Ég er viss um að þið skiljið mínar ástæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Matta.

Nei þetta er ekki alveg venjulegt, núna miðað við undanfarin ár.

40 cm jafnfallinn snjór var undir Eyjafjöllunum frétti ég.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.1.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband