20.1.2008 | 11:15
Leitinni lokið
Leitinni er lokið, við erum búin að finna hús, gerðum tilboð í það á mánudaginn og fengum já-kvætt svar. Erum alveg í skýjunum. Þegar ég var í póstinum dáðist ég alltaf af þessu húsi, hugsaði oft með mér að ég væri alveg til í að eiga það. Þetta er gamalt, þriggja hæða hús, nýstandsett (nema eldhúsið og baðið) og garðurinn maður, ekkert smá flottur garður. Ég verð að vera dugleg að halda honum við. Ef þið sjáið konu á Kirkjuveginum með rassinn upp í loftið í sumar, er það líklega ég. Ætli það verði ekki eini sólbrenndi hlutinn á mér, rassinn, hehehe.
Við fórum með stelpurnar í gær að leyfa þeim að skoða húsið,(það býr enginn í því núna) þær eru ekkert smá spenntar. Sunna Mjöll er nú þegar byrjuð að pakka niður, pakkaði í þrjá kassa í gær. Ágústa fær loksins sitt eigið herbergi, hún skipulagði það í gær, hvar hlutirnir eiga að vera. Helgi var staddur hérna fyrir utan þegar við vorum að fara og kom með, hann var grænn af öfund, jafn grænn og eldhúsinnréttingin. Okkur hlakkar rosalega til að flytja. Við verðum að skila Skaftafellinu ekki seinna en 1. mars, svo flutningarnir eru á næsta leyti.
Annars var pöntuð lopapeysa hjá mér um daginn og er ég að dunda mér við að klára þá pöntun. Einnig pantaði Eydís tvær ungbarnahúfur, er búin að prjóna þær, á bara eftir að ganga frá, þá er það búið.
Annars er bara alt gott að frétta, hef ekkert verið mikið í tölvunni undanfarið, en það koma alltaf tímabil þar sem ég nenni ekki að hanga í henni. Hún getur verið alveg rosalegur tímaþjófur, maður ætlar kannski aðeins að tékka á póstinum, næst þegar litið er á klukkuna eru liðnir tveir klukkutímar, þannig að þegar það er mikið að gera hjá mér, fer ég ekki í tölvuna.
En já, er farin að gera eitthvað. Bæjó.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með húsið!!! Oh en spennandi!
Gangi ykkur vel með að pakka og flytja og allt það
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.1.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.