Jólagjöfin

Í eyjum býr kisi, sem heitir Tommi. Tommi þessi er með þeim stærstu sem sést hafa á eyjunni lengi, en þó að hann sé svona stór, þá er hann yndislegasti kisi sem hugsast getur, og gerir alt til að gleðja fjölskylduna sína.

Þegar hann sá allar gjafirnar undir jólatrénu á aðfangadag, fattaði hann allt í einu að það væru komin jól, þetta atriði hafði algjörlega farið framhjá honum, þó svo að hann hafði kúrt undir jólatrénu í nokkra daga. Hann flýtti sér út í leit að jólagjöf handa fjöslkyldunni sinni. Um það leytið sem búið var að rífa utan af öllum pökkunum, kom hann inn. Miðlungsdóttirin í fjölskyldunni sá til hans og gargaði óttaslegin:" Hann er með rottu, hann er með rottu."

Uppi varð fótur og fit að reyna að ná Tomma greyinu. Loks tókst að reka hann út, en hann var ekki með rottu, heldur mús í kjaftinum. Mikið varð Tommi sár. Hérna var hann búin að leita að gjöf handa fólkinu sínu, fundið hana og veitt, en var svo bara rekinn út með hana. Þetta var virkilega særandi.

"Bíðið bara þangað til næst," hugsaði hann, meðan hann gæddi sér á músinni á túninu fyrir utan húsið sitt. "Mamma á afmæli í janúar, ekki ætla ég að gefa henni gjöf, fyrst hún kann ekki að meta þetta."

Blíða var reyndar sú eina, sem var spennt fyrir þessu og elti hann út, vonaði líklega að hún fengi að deila þessu með honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hahahahha það er sko ekki allar gjafir jafnvinsælar.

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.1.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband