Áramótaannáll

Ég fór með honum Georg mínum í verslunarleiðangur í gær. Hann ætlaði rétt aðeins að skjótast inn á einn stað, ég beið í bílnum, en þetta "rétt aðeins" varð að 20 mínútum. Á þessum tíma gafst mér tækifæri að hugsa tilbaka, hvað hefði gerst á árinu. Þar kom ýmislegt úr skúffum og skápum.

Árið var rétt byrjað, þegar við eignuðumst yndislegan frænda, hann var fyrsta barnið sem fæddist í eyjum á þessu ári.

25. jan. varð ég Íslenskur ríkisborgari. Það tók aðeins um 3 vikur, frá því að ég sótti um, þangað til að það gekk í gegn. Eins gott að fjölmiðlar fái ekki fréttir af þessu, hehe.

Um mánaðamótin jan.-febr. fórum við Georg upp á land, hann var á einhverjum fundarhöldum með FF. Ég veiktist á meðan við vorum þar, og fór heim með flugi. Þetta var aðeins upphafið á veikindum mínum, sem reyndust verða 3 mánaða bras og vesen, nokkrar heimsóknir til læknis, bæði hér í eyjum og uppi á landi. Þetta endaði alt með því, að ég fékk rör í nefið og út í kinnholuna hægra megin, og þurfti að fara daglega í skolum uppi á heilbrigðisstofnun. Einnig greindist ég með vefja- og slitgigt. Vegna allra þessara veikinda, varð ekkert úr vertíðinni hjá mér, ég er ennþá hissa yfir því, að ekkert var sagt við mig í vinnunni.

Sunna systir kom í heimsókn í mars og við fórum á tónleika með Sir Cliff Richard. Frábærir tónleikar.

Veturinn var mjög erfiður, en sumarið var mjög gott. Ég tók mér gott og langt sumarfrí, sem er einn kostur við að vinna í fiski, maður ræður sjálfur fríinu sínu og getur, ef maður á liðlega vinnuveitanda, tekið jafnvel 2-3 mánaða sumarfrí.

Dinna og Esra giftust á brúðkaupsdegi mömmu og pabba, þann 12. mai.

Besta vinkona mín og nafna fór í framboð hjá FF og tryggði flokknum (án vafa) áfram þingmann í suðurkjördæmi. Þessi sama vinkona varð svo fertug í mai og var haldi heljarinnar veisla.

Pysjufjör. Töluvert var um lundapysjur og betra ástand en árið áður. Sunna Mjöll var öflugur björgunarmaður, ekki hef ég neinar tölur yfir, hvað hún bjargaði mörgum pysjum, en það voru nokkrir tugir. Einnig vorum við með tvær pysjur í fóstri, það gekk mjög vel og voru þær slepptar eftir nokkra daga, eftir að hafa fengið að taka nokkra spretti í baðkarinu.

Ég komst ekki upp á Heimaklett á árinu. En það stendur til bóta.

Kettirnir. Dauðsfall og ný kisa. Mesta sorgin (allavega hjá börnunum) var, þegar hún Dimma okkar varð fyrir bíl og varð að aflífa hana. Við höfðum fundið Dimmi sem pínulítinn kettling, inni í vegg í beituskúrnum hjá Georg. Þar voru einnig þrjú látin systkini hennar, en móðirin hafði yfirgefið þau. Einn dag í lok júní 2006 byrjaði Georg að heyra mjálm í veggnum. Eftir ca. 3 daga ákváðum við að fara að kanna málið. Þar sáum við kolsvart andlit horfa skelfingu lostið á okkur. Eftir nokkuð bras tókst okkur að ná þessu litla greyi, hún hefur verið ca. 5-6 vikna gömul. Við fórum með hana heim, stelpurnar urðu strax ástfangnar, sérstaklega Sunna Mjöll. Þetta litla kisugrey rændi svo hjörtum okkar allra, en það merkilegasta af öllu er, að hún varð ekki villt. Ég hringdi í nokkra aðila, sem mikla reynslu hafa af köttum og allir sögðu mér, að það væri vonlaust að gera villikött að heimilisketti, en það reyndist ekki satt í hennar tilviki. Hún varð yndisleg kisa, gæf og kelin og var sorgin mikil, þegar hún slasaðist, var send upp á land með flugvél á dýralæknastöðina á Selfossi, þeir reyndu það sem þeir gátu, en hún var svo illa farin, að best var að aflífa hana. Ekki bætti úr skák, að hún var kettlingafull og hefði átt að gjóta ca. 3-4 vikum seinna.

Sorgin og söknuðurinn eftir Dimmu var svo mikill, að ég ákvað að koma með nýja kisu. Ég vissi, að vinkona mín var með kettlinga, sem voru tilbúnir að fara að heiman og hringdi í hana. Við fórum allar saman að skoða og komum heim með yndislega, gráa og hvíta kisu, sem fékk nafnið Blíða og stendur hún fyllilega undir nafni, svo blíð og góð.

Þjóðhátíðin var, eins og alltaf, frábær og kynslóðirnar skemmtu sér saman.

Síðasta árið hennar Ágústu á leikskóla hófst í ágúst og Sunna Mjöll byrjaði í Hamarsskóla. Í fyrstu var hún ekkert á því að byrja í nýjum skóla, en þegar á leið, líkaði henni vel og hún eignaðist nýjar vinkonur.

Í byrjun okt. fórum við Georg til Tenerife með Godthaab í eina viku. Þetta varð skemmtileg ferð og rættist gamall draumur hjá mér, en það var að fara með kafbát. Myndir úr ferðinni eru neðar á síðunni.

Við skiptum bensíndrekanum út fyrir lítinn, eyðsluminni bíl. Fengum okkur nýlega Toyota Yaris, sem er yfirleitt kallaður litla dúllan.

Haustið var mjög erfitt veðurfarslega, en reynslan er það mikil að það klikkar aldrei róður hjá Georg og það bjargar okkur fjárhagslega, því ekki er ég með háar tekjur.

Jólin eru búin að vera notaleg og leggst nýja árið bara vel í mig. Við verðum að vanda hjá tengdamömmu í kvöld, en líklega förum við annað eftir það.

Ég vil svo enda þessu á að óska ykkur öllum gott nýtt ár, elskurnar mínar. Og þið í Færeyjum, geymið smá bita af ræsta kjötinu handa mér, ég ætla nefnilega að koma í heimsókn í sumar. Er ekki búin að ákveða hvenær, en það verður annaðhvort í kringum Varmakeldu eða eftir Þjóðhátíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðilegt ár Matta og kærar kveðjur til Eyja, með innilegri þökk fyrir liðna árið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.1.2008 kl. 01:43

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðilegt nýtt ár Matta mín og kærar þakkir fyrir skemmtilega viðkynningu á árinu 2007.

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.1.2008 kl. 02:09

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er aldeilis ýmislegt sem gamla árið bauð þér uppá. Álltaf gott að hugleiða farinn veg og hvert skal halda í framhaldinu. Ég óska þér gleðilegs árs og gæfu og skapandi skemmtilegheit á nýja árinu.

Bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.1.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband