28.11.2007 | 16:39
Gubbólfur á morgun
Og ekki hlakkar mig til að fara að veltast með dallinum í tæpa 3 klukkutíma, þ.e.a.s. ef veður verður sæmilegt. Vonandi tekur ferðin ekki 6 klukkutíma, eins og síðasta sunnudag, þegar systir mín og co komu. Skríngilegast finnst mér samt, að farþegarnir voru ekki látnir vita, að það myndi verða svona mikil seinkun. "Bara 10 míntur í viðbót" sagði frænka mín við sjóveiku dætur sínar, en þessar 10 mín. urðu að þrem tímum. Þetta þykir mér léleg þjónusta.
Við, ég og Georg, erum sem sagt að fara upp á land og verðum í sumarbústað. Bara notalegt. "Þú ert nú bara altaf á fokking-festival" sagði ein konan í vinnuni við mig, þegar ég sagðist ekki komast á jólahlaðborðið með þeim, vegna þess að við værum að fara í bústað. Hún er bara öfundsjúk.
Annars erum við líka að fara á jólahlaðborð. Við förum hjá F-listanum og verður það haldið á hótel Hafnarfyrði. Ég á ekkert að fara í, EKKERT. Góða afsökun að kíkja í búðir í bænum.
Ég varð aðeins of fljót á mér að biðja um frí í vinnunni. Fiskurinn kláraðist í dag, hefði getað verið uppi á landi á morgun á kaupi, en ætli samviskan hefði ekki gargað í eyrað á mér. Hugsa það.
Stelpurnar verða hjá ömmu, þeim hlakkar mikið til. Við komum svo aftur á sunnudag, seinni ferð.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
6 TÍMA! 6TÍMA! 6TÍMA!! 6 FRÍKING TÍMA! 6 T Í M A ! ! ! ! ! *æl* *gubb* *gubb*
Baun.. (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 20:57
Ó hvað verður gaman að sjá ykkur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 29.11.2007 kl. 00:09
Góða ferð og njóttu vel á "fokkin festivalinu" Vona að það sé gott í sjóinn.
Ragnhildur Jónsdóttir, 29.11.2007 kl. 12:20
...ertu búin að ná því ..... 6 TÍ MA AR!
.....en ábiggilega alveg þess virði! Góða skemmtun!
Baun.. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:59
Búin að fatta þetta með 6 tímana.
Fengum gott veður með gubbólfi.
Guðrún María, takk fyrir síðast.
Takk fyrir, Ragnhildur
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 2.12.2007 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.