21.11.2007 | 16:19
Frumburinn minn
Þennan dag, fyrir 17 árum síðan, var ég stödd uppi á sjúkrahúsi, nánar tiltekið á fæðingardeildinni. Ég fór þangað um níu leytið um morguninn og kl. 20:21 fæddist yndislegt stúlkubarn, sem var 50 cm og 3460 gr. Þetta var frumburinn minn, en annað barnið hans Georgs.
Síðan hef ég haft mikla ánægju að fylgjast með þessu stúlkubarni stækka og dafna og í dag er hún yndisleg, falleg ung kona, með framtíðina fyrir sér. Bílprófið er ekki komið í höfn, en það er alt á leiðinni. Hún hefur verið að vinna á vöktum í síldinni og ekki verið mikill tími til að sinna þeim málum, en núna er hún í ökutíma. Þegar þessi tími er búinn, á hún eftir að fara þrisvar í viðbót og svo bara ökuprófið. Mér finnst svolítið skrítið að hugsa til þess, að hún fara bráðum að keyra sjálf.
Til hamingja, elsku dúllan mín.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með frumburðinn
Bóla (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:57
til hamingju með dóttluna
Saumakonan, 22.11.2007 kl. 00:05
Innilegar hamingjuóskir með yndislega frumburðinn þinn
Ragnhildur Jónsdóttir, 22.11.2007 kl. 00:27
Innilega til hamingju með daginn,
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 22.11.2007 kl. 00:55
Ææ,ég gleymdi,til hamingju með Margréti,betra er seint enn aldrei
Stóra Sunna (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 10:25
Takk fyrir góðar kveðjur, allar.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 24.11.2007 kl. 12:34
Til hamingju með þessa fallegu stúlku Matthilda mín þó seint sé.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.