20.11.2007 | 17:51
Heimsóknin
Vinkona mín kom í heimsókn með barnabarnið sitt og frænda minn um daginn.
Þetta er varla fréttnæmt ef ekki væri fyrir það, að það kom annar aðili með henni. Hann er ca. tveggja ára og heitir Hjörtur. Hjörtur þessi hefur aldrei komið til mín áður, enda köttur.
Hann var bara í góðum gír hérna hjá mér. Fór úr um alt, upp og niður og Blíða var altaf fast í hælunum. Hún hélt að hann væri kominn að heimsækja sig og var alrei nema sem nemur skottlengd frá honum. Hann vildi frekar taka því bara rólega og var ekkert á því að leika við hana.
Hún hafði meira að segja fyrir því að þrífa sig í alla enda og kanta fyrir honum, en hann tók þessu bara rólega. Svo fóru þau út og þegar vinkona mín var að labba heim með Leó Breka, voru þau ennþá saman í brekkunni upp á Faxastíg. Held að Blíða hafi loksins eignast nýjan vin þarna.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ en krúttulegt, sko bæði barnið og kettirnir
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.11.2007 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.