Óréttlæti

Ef það er eitthvað sem ég þoli alls ekki, þá er það óréttlæti.

Ég er að vinna með Pólskri stúlku, sem á að eiga sitt fyrsta barn í næsta mánuði. Ég hef verið að undra mig á, afhverju hún er ennþá að vinna, þetta er ekkert auðveld vinna, sérstaklega fyrir ófríska konu. Í dag fékk ég að vita afhverju. Hún er ekki komin með einhverja tryggingu (er ekki alveg með það á hreinu hvaða trygging það er) og ef hún verður ekki komin með hana fyrir fæðingu barnsins, verður hún að borga 500.000 kr fyrir fæðingarhjálp. Ég átti bara ekki til orð. Stelpu greyið kvíðir svo fyrir þessu  og er að reyna að vinna sér inn pening fyrir fæðinguna. Er ekki nóg, að hún er fjarri heimahögum, þarf hún líka að vera með peningaáhyggjur? Þegar við fæðum börn, hugsum við ekkert um það, að þurfa kannski að borga fyrir fæðingarhjálpina, þetta þykir bara alveg sjálfsagt, að fara upp á fæðingardeild og fá alla þá hjálp, sem okkur þarfnast.

Við getum alveg eins sagt það bara beint við hana, að hún megi ekki fæða barnið sitt hérna á Íslandi.

Ég næ varla upp í nefið á mér, ég er svo hneyksluð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Oj þetta er ferlegt...skil þig vel að ná ekki upp í nefið

Ragnheiður , 13.11.2007 kl. 19:12

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Oh já ég hef heyrt af svona dæmum. Þetta hlýtur að vera alveg rosalega erfitt.  Eins og þú segir er nógu erfitt að vera fjarri heimahögunum.

Segðu henni að það sé fólk að hugsa til hennar, vonandi að hún fái aðstoð og að allt gangi vel.

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.11.2007 kl. 19:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er þetta sæluríkið Ísland.  Eigum við að safna ? ég skal borga 2000 kall, og skora á fleiri að taka þátt.  Opnaðu reikning og biddu fólk um að legga inn pening. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 19:21

4 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir kveðjuna á síðunni minni, ég setti komment við hjá dóttur þinni. Þetta er fallegt sem hún skrifar í tilefni afmælis Hilmars Más.

Ragnheiður , 16.11.2007 kl. 21:58

5 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ásthildur, þetta er ekki svo vitlaus hugmynd, kanna málið.

Ragnheiður, mig grunaði að þig langaði að lesa það sem hún skrifaði. Vissirðu, að sumar af myndunum sem þú ert með á síðunni þinni, eru teknar af henni, þegar Himmi kom til eyja?

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 18.11.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband