10.11.2007 | 19:19
Kisur og fiskar
Fyrir nokkru fékk Sunna Mjöll gullfiska. Hún safnaði sér sjálf fyrir þeim. Dinna lánaði henni kúlubúr, ég keypti svo skeljasand og mat. Mikið varð hún Blíða ánægð. Hún var alveg viss um að þetta væri bara handa henni. Hún vaktaði búrið. Tommi var ekki eins áhugasamur í fyrstu, en þegar hann sá, hvað Blíða var spennt, ákvað hann að kanna málið betur.
Blíða mjög hugsi á svip, ætli hún sé að spá í að reyna að henda búirnu á gólfið?
Hún virðist vera ákveðin í því að drekka alt vatnið, svo hún nái nú fiskunum.
Tommi mættur að kanna málið.
Einhver áhugi virðist vera. Ef einhver getur ná þeim, þá er það Tommi, hef ekki miklar áhyggjur af henni Blíðu minni, litli kjáninn. En yndisleg gæludýr.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott myndasería.
Ég elska ketti. Tommi er eins og Sókrates á síðustu myndinni
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.11.2007 kl. 23:46
Æ dúllurnar
Bóla (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 12:52
Æ en yndislegt! Rosalega flottar kisur! ég sé að Blíða þín er grá eins og Albus kisustrákurinn minn, nema hann er með hvítt "skegg". Fallegur fiskur líka, eins gott að kisur geti ekki drukkið svona mikið vatn!
Bestu kveðjur, mjá og voff(frá mínum sko) og .... hvað ætlir fiskar geti sagt? gúlp gúlp ... haha
Ragnhildur Jónsdóttir, 11.11.2007 kl. 13:20
...hann hverfur einn daginn....gullfiskurinn sko....Tommi veit hvað hann er að gera....
*mjárw*
Baun.. (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.