9.11.2007 | 14:09
Nýjustu tölur
Ég hef ekkert bloggað um "átakið" hjá mér, sem er í raun lífsstílsbreyting. Það þýðir þó ekki að ég sé hætt, engan veginn. Reyndar bætti ég smá á mig á Tenerife, en það er farið aftur. Þetta gengur hægt, en á meðan ég er að léttast, er ég ánægð. Það hljómar ekki svo mikið, 3,5 kg, en ef ég tek fram málbandið, þá kemur allt annað í ljós. Í dag eru nákvæmlega tveir mánuðir síðan ég tók þessa ákvörðun, en ég mældi ekki sentimetrana fyrr en 21. sept. Síðan hef ég misst 4 cm í mittið, 4 um lendana, læri 4 cm, "mellemgulv" 3,7 cm, brjóst 2 cm, og handleggi 0,5 cm. Ég er bara nokkuð ánægð með þessar tölur. Ef maður gerir svo eins og gert er í auglýsingunum, þá er ég búin að missa 16,2 cm á tveimur mánuðum.
Ég geri þetta á mínum hraða og á mínum forsendum. Fylgi ekki planinu alveg 100%, en þassa mig altaf á að fá grænmetið og ávextina, sem ég á að borða á hverjum degi. Nú er það orðið þannig, að ég get varla hugsað mér að sleppa grænmetinu, ég sem lét grænmetið skemmast í ísskápnum fyrir bara tveimur mánuðum.
En það er liðin tíð, núna fær ekkert grænmeti að verða fljótandi hjá mér.
Mér finnst ég ógeðslega dugleg og klappa sjálfri mér á öxlina.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó hvað hún er dugleg
Georg Eiður Arnarson, 10.11.2007 kl. 07:21
Takk ástin mín ég veit að ég get altaf treyst því að þú stendur með mér í því, sem ég tek mér fyrir hendur.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 10.11.2007 kl. 18:19
*klappklappklappklappklappklappklapp*
You are a winner!!
Baun.. (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.