8.11.2007 | 12:09
Kalt, kaldari, kaldast
Mér er kalt. Alveg frosin. Litlu fæturnir mínir (skóstærð 36) er ískaldir, fingurnir eins og grílukerti.
Dreymi mig aftur til Tenerife, þar sem sólin skín alla daga og hitinn fer ekki niður fyrir 20 gráður. Ef ég ætti nóg af seðlum, myndi ég bara skjótast þangað í svona eins og viku, eða tvær.
Labbaði niður í Vöruval áðan með norðan rokið beint í fangið. Hélt nú, að ég myndi labba í mig hita, en svo var ekki. Er alveg jafn kalt. Það væri ekkert skárra, þó að ég hefði farið á bílnum, hann er ískaldur og nær ekkert að hitna í svona smá snatti.
Sem betur fer er engin snjór hérna á eyjunni fögru. Ég HATA snjó. Maður er eins og rekald út um alt, dettandi eins og fullur maður. Byrjaði að hata snóinn, þegar ég var í póstinum. Var að vaða snjóinn upp í mitti, bókstaflega, til þess að koma einhverjum auglýsinga bæklingum til fólks, sem henti þeim svo beint fyrir framan mig. Ekki mátti ég þó sleppa því að fara með þessa helv........ bæklinga til fólks, þó svo að ég vissi að þau kærðu sig kollótta um þetta. Nei, ef fólk var ekki búið að koma niður á pósthús, skrifa undir upp á það að þau vildu ekki svoleiðis, varð ég að gjöra svo vel að dröslast með þetta í hvert hús, skipti engu máli, hvort það væri póstur eða ekki í húsin. Þessvegna hætti ég í póstinum, fékk alveg nóg.
En nóg um það.
Það hefur ekki verið vinna hjá mér í tvo daga. Enginn fiskur=engin vinna. Kláruðum rúmlega ellefu á þriðjudaginn. Ekki er komið flagg upp, sem segir að það sé vinna á morgun, en ég býst nú samt við því að það verði, bátarnir koma jú inn í dag. Samt gott að fá svona smá frí. Notaði tækifærið í gær og fór niður í skúr að taka aðeins til. Það endaði með því, að ég fór með sjö svarta poka af fötum í Rauða kross. Ekki amalegt það.
Sunna systir, takk fyrir sendinguna frá þér, nú er bara að fara að prófa eitthvað af þessum uppskriftum, nammmmmm.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verði tér að góðu systir góð,hér er líka skítakuldi,57m.á sekúndu í morgun og snjór,brrrrrrrrrrrr
Stóra Sunna (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 14:56
það var nú oft gaman hjá okkur og mikið sprellað hvernig er það eru focking festival ferðirnar enn farnar okkur vantar bréfbera þú varst mjög duglegur og samviskusamur bréfberi og gaman að þér kær kveðja bréfberinn
bréfberi (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.