Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga..........

Litla skottan mín er á rosalega skemmtilegum aldri. Hún á altaf svör við öllu.

Í gær var ég að elda bjúgu. Hún spyr mig hvað er í matinn? Bjúgu, segi ég. Ég vill ekki bjúgu, segir hún þá. En þú ert altaf vön að borða bjúgu, segi ég. Mamma, ertu búin að gleyma, segir hún og byrjar að syngja:

Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga

þeir feitir verða og flón af því og fá svo illt í maga...........

Ég gat ekki annað en brosað.

Reyndar slapp hún við að borða bjúgun, þau reyndust nefnilega vera óæt. Ekki veit ég hvað var að, en þegar ég las betur, hvað stóð að umbúðunum, voru þetta folaldabjúgu. Ég hef aldrei borðað folalda- eða hrossabjúgu, en hvort það var ástæðan fyrir vonda bragðinu veit ég ekki. Allavega fór alt í ruslið og elduð varð kakósúpa, skottunni til mikillar ánægju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband