Tenerife 3.-10. okt.

Við Georg fórum til Tenerife með Godthaab í okt. Ferðin var í alla staði frábær, gott veður, reyndar of heitt fyrir mig, allavega á daginn. Á kvöldin og nóttuni var bara fínt, gott að geta verið úti í pilsi og hlírabol og ekki verða kalt, þetta þekkjum við ekki hérna frá Íslandi.

Tenerife 2007 019

 

 

 

 

 

Hótelið sem við vorum á heitir Parque Santiago III, frábært hótel. Af svölunum sáum við yfir sundlaugargarðinn........Tenerife 2007 018

 

 

 

 

 ...............og niður að ströndinni. Fórum nokkrum sinnum niður á strönd, ég synti meira að segja í sjónum. Sjórinn var frekar kaldur fyrst, en svo vandist maður því og það var bara þægilegt. Við erum samt ekki týpurnar, sem nenna að liggja í sólbaði allan daginn, þannig að við fórum í nokkrar skoðanarferðir.Tenerife 2007 043 Á meðan við stelpurnar fórum á markað að eyða nokkrum evrum, labbaði Georg að höfninni í Los Christianos. Þar tók hann þessar myndir. Þetta er (að mig minnir) Pétur Pan seglskip. Tenerife 2007 048

 

 

 

 

 

Hann fór í einhverja skoðunarferð, að skoða höfrunga. Ekki eins og hann hafi aldrei séð höfrunga hér við Ísland, en eins og flestir vita, þá er hann trillusjómaður og mikið af lífi hér við eyjarnar. En hann hafði bara gaman að þesu.Tenerife 2007 031Einnig hitti hann sjómenn, sem voru að koma í höfn, ekki virðist aflinn vera mikill, nokkrar rækjur og fleira.

Tenerife 2007 022

 

 

 

 

 

 

Þessi byggningur var/er rétt við hótelið okkar. Þetta er leikhús/matsölustaður. Okkur langaði að fara á cabaret þarna, en það ver verið að sýna Carmen, en það náðist ekki, því miður. Kannski, ef við förum einhverntímann aftur.Tenerife 2007 023Þetta er inngangurinn. Það er ekki svo dýrt að fara á sýningu þarna. Þriggja rétta máltíð, með sýningu og tónleik á meðan borðað er kostar 45 evrur.

Tenerife 2007 074

 

 

 

 

 

 

 

Svo fórum við í Animal Park. Þetta týgrisdýr var eitt af því fyrsta, sem við sáum. Ekkert smá flott skepna. Gaman fyrir svona kattarkonu eins og mig að sjá svona stórt kattardýr.Tenerife 2007 075

 

 

 

 

 

Þessum kisa var heitt í sólinni og var að kæla sig í tjörninni. Hver segir svo, að kettir séu hræddir við vatn?Tenerife 2007 080

Þessi ungi var við innganginn. Flottir fuglar.

Tenerife 2007 076

Hér er svo hrægammur.Tenerife 2007 086

 

 

 

 

 

 

 

Sáum líka fuglasýningu sem er kölluð "Birds of prey". Þar voru allskonar ránfuglar. Ernirnir flugu langt upp í himininn. Það var flott að sjá, hvernig þeir svifu niður til aðstorðarmennina. Hérna kláraðist batteríið í myndavélinni.

En við fórum líka í annan dýragarð, sem heitir Loro Park og er "efst" á Tenerife. Georg var lasinn, hann komst ekki með, en við stelpurnar fórum með rútu, vorum í einn og hálfan klukkutíma að keyra þangað.Tenerife 2007 151

 Þessi górilluapi var svo vænn að stilla sér upp fyrir okkur. Þarna sat hann/hún alveg grafkjurr, meðan við vorum að mynda.Tenerife 2007 154

 

 

 

 

 

 

 

Í Loro Park voru líka mörgæsir, með snjó og öllu. Ég var að spá í að skella mér bara þarna inn með þeim, svona aðeins að kæla mig. Tenerife 2007 161

 

 

 

 

 

 

 

Þar var líka þessi hákarl. Ekki laust við að það færi smá hrollur um mig, að sjá þessa skepnu. Við fórum í gegnum göng, þeir syntu líka fyrir ofan okkur. Tenerife 2007 165

Það var líka háhyrninga sýning..........Tenerife 2007 189

 

 

 

 

 

 

 

................höfrunga sýning...........................Tenerife 2007 210

 

 

 

 

 

 

 

...........og selir, sem sýndu listir sínar.Tenerife 2007 229

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi kisi labbaði beint að mér og horfði á mig, eins og ég væri kvöldmaturinn hans. Þarna á bakvið er einhver fallegasta skepna, sem ég hef séð, svartur pardus.Tenerife 2007 240

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna var líka hvítt tígrisdýr og venjulegt. Þessi tvö láu í skugganum frá trjánum, enda rosalega heitt.Tenerife 2007 254

 

 

 

 

 

Nú er komið að hápúnkti ferðarinnar (að mínu mati) en það var ferð með gula kafbátnum. Mig hefur dreymt um að fá að fara svona ferð, síðan ég var lítil stelpa og loksins rættist draumurinn.Tenerife 2007 255

 

 

 

 

 

 

 

Anna rosa spennt með myndavélina.................................................................Tenerife 2007 256

 

 

 

 

 

 

 

Inni í kafbátnum. Ætli hann taki ekki um 40 manns.Tenerife 2007 260

Þetta sést kannski ekki svo vel, en þetta er flak af bát, sem sökk í fyrir tveimur árum síðan í einhverju fárviðrinu.

Nú gengur eitthvað illa að senda inn myndir. Kemur meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá en skemmtilegar myndir.  Svo notalegar eitthvað í vetrinum.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það hefur greinilega verið mikið yndislegt hjá ykkur á Tenerife. Ég var þarna á Amerísku ströndinni s.l. vor. Og fór í Loro Park, féll algjörlega fyrir þessum tveimur tígrum og tók heila myndaseríu af þeim að leika sér. 

Frábært að skoða svona hlýjar myndir í kuldanum og rokinu. Takk kærlega

bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.11.2007 kl. 00:17

3 identicon

Ógisslega næs!

 Bíð spennt eftir mynd af Georg í g-strengs-sundskýlunni!!

E.

Baun (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 11:58

4 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Takk fyrir stelpur.

Baun, sú mynd kemur ekki á netið, bönnuð fullorðnum. hahaha

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 6.11.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband