Frjálslyndar konur

Þið stelpur í Frjálslynda flokknum. Afhverju getið þið ekki svona einu sinni haft þessa fundi um helgi, þannig að ég geti mætt. Hef ekki efni á að taka mér 2-3 daga frí úr vinnuni. Það væri ekkert mál, ef ég væri með einhverja hundraðþúsundkalla á mánuði, tala nú ekki um milljónir, en ég er "bara" verkakona í fiski með 790,75 kr á tímann, vinn 5 tíma á dag. Vikukaupið, með bónus, er ca. 20.000 í peningum, þá er búið að draga lífeyrissjóð, stéttarfélag o.a. af. Borga ekki skatta eins og er, var í tveggja mánaða fríi í sumar og á inni ónýttan persónuafslátt. En svona án gríns, finnst ykkur ekki þetta vera frekar lágt kaup?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Í stefnuskrá Frjálslynda kemur fram að þeir vilja 150 þús. kr á mánuði skattfrjálst hjá lágtekjufólki 

Taka upp sérstakan persónuafslátt 13.600 krónur á mánuði sem ekki verði millifæranlegur fyrir þá sem hafa tekjur allt að 1.800 þúsund krónur í árstekjur. Sérstaki persónuafslátturinn lækki síðan hlutfallslega með vaxandi tekjum og falli niður við 3.000 þúsund króna árstekjur.

Skattleysismörk allra verði að verðgildi miðað við neysluverðsvísitölu þau sömu og var við gildistöku staðgreiðslukerfisins 1988 eða um 112 þúsund krónur á mánuði. Til þess að ná því þarf að hækka persónuafslátt um 7.800 krónur á mánuði.


Þegar tekið er tillit til þess að 4% iðgjaldagreiðsla í lífeyrissjóð er ekki skattlögð við inngreiðslu og að hér að neðan er lagt til að greiðslurnar til sjóðsfélaga síðar á lífsleiðinni verði skattlagðar sem fjármagnstekjur, eru skattleysismörkin um 117 þúsund krónur á mánuði þegar teknanna er aflað.

Barnabætur tekjulágra verði hækkaðar með því að hækka frítekjumark þeirra.

Mettaðu héðan hvar þú stendur, minna eða hærra en flokkur þinn vill hafa þig...

Ottó Marvin Gunnarsson, 30.10.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Matta.

Ég skal koma þessu á framfæri ef ég verð á fundi sem þú kemst ekki á, það er svo mikið sjálfsagt.

Launin Matta nefndu það bara, síðast þegar ég reiknaði tímakaupið hjá mér sem skólaliði var það 750 á tímann ef ég man rétt.

Þetta eru ekki laun til að lifa af með skatttöku sem er með því móti sem hún er í dag.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.10.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband