29.10.2007 | 20:28
Frekar erfitt
Varðandi "bloggið" hérna á undan.
Undanfarna daga, vikur reyndar, hafa mjög svo erfiðar og sárar minningar úr fortíðinni ásótt mig. Ég er ekki að velta mér upp úr einhverju, en alt í einu lystir kannski einhver gömul mynd, sem ég hélt að væri grafin og gleymd, niður í kollinum á mér. Þessar minningar eru allar frá því að ég var barn og unglingur, meðal annars koma blindir, hjálparvana kettlingar við sögu.
Þegar þetta gerist, dett ég niður í algjört þunglyndi í smá stund, stundum langa stund. Eins og ég sagði, þá er ég ekkert að reyna að rifja eitthvað upp, heldur kemur þetta bara eins og þruma úr heiðskýru lofti. Ég finn, hvernig myrkirð umlykur mig, ég get ekkert gert til að losna.
Þessar minningar eru svo erfiðar, að ég er ekki tilbúin að deila þeim með umheiminum. Fyrir það fyrsta eru þær svo sárar og fyrir það næsta, þá er ég hrædd um að særa mína nánustu. Það getur vel verið að systkini mín geta gert sér í hugarlund, hvað þetta er. Sumu hef ég kannski sagt frá, en margt hefur verið innilokað í yfir 30 ár og það lítur út fyrir, að þær vilji koma upp á yfirborðið núna. Afhverju þetta gerist akkúrat núna, hef ég ekki hugmynd um. Mig langar helst að leggjast undir sæng og breiða hana yfir höfuðið á mér, og aldrei koma aftur. Guði sé lof fyrir börnin og kallin, þau halda mér gangandi, ef ég ætti þau ekki að, veit ég ekki hvað gæti gerst. Mér hefur ekki liðið svona í mörg ár, ekki síðan Robbi bróðir lést. Þá fór ég til læknis og fékk hjálp, var á þunglyndislyfjum í heilt ár, sem hjálpuðu mér, en mig langar ekki að fara aftur á svoleiðis lyf, manni líður eins og vélmenni, algjörlega tilfinningalaus, þá vil ég frekar vera með þessar myndir í kollinum, þær hljóta að fölna einhvern daginn.
Svo er draumur, sem mig hefur dreymt með reglulegu millibili í mörg ár.
Ég er stödd í sundlaug, ég er í kafi. Laugin er full af fólki, aðallega skólafélögum sem lögðu mig í einelti. Ég reyni að komast upp, en kemst ekki, altaf er einhver fyrir mér. Þegar ég er alveg við það að drukna, kemst ég að því að ég get andað í kafi, ef ég bara dreg andann mjög stutt inn. Þá syndi ég áfram í kafi og alt í einu er laugin nánast tóm, bara nokkrir gamlir vinir að synda með mér. Svo vakna ég.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú þarft að fara til sálfræðings Matthilda mín. Þarna eru á ferðinni erfiðar minningar sem tæta þig niður, og þú verður að vinna á. Það getur verið mjög gott að tala við einhvern utanaðkomandi, einhvern sem hefur reynslu og getur leitt þig gegnum það sem þú ert að takast á við. Draumurinn er hluti af þessu. Þér mun líða betur ef þú leitar þér aðstoðar. Gangi þér vel elskuleg. Mundu bara að þú átt þinn rétt, og hver er sjálfum sér næstur. Ef þú hugsar ekki um þinn sálarheill, þá gerir það enginn annar. Knús til þín og gangi þér vel enn og aftur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 20:56
Baráttustraumar til þin elsku frænka! Þú mátt alveg sjokkera þína nánustu, við erum hér til að standa með þér og verðum bara sterkari á eftir.
Knús og klemmur,
E.
Baun.. (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:21
Sæl Matta.
Það getur verið ágætt að taka eitt skrifblað og setja fyrirsögnina Hvernig líður mér í dag ? og svara svo spurningunni í eins mörgum orðum og maður vill.
Dagsetja blöðin og lesa aftur síðar. Ég gerði þetta eftir að nánir ættingjar kvöddu snögglega með stuttu millibili, og sorgin var yfirþyrmandi og fannst það hjálpa mér.
sendi annars knús og kærleik til Eyja.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.10.2007 kl. 00:23
Ég mæli með að þú farir á Al-anonfundi,þeir eru kl830 á þriðjudagskvöldum,svo eru opnir AA fundir á laugardagskvöldum,þá mega allir mæta.Það sakar ekki að prófa.Ég segi fyrir mitt leiti að þessir fundir hafa hjálpað mér ótrúlega mikið,mér hefur líka liðið svona eins og þér og þúsundir annarra einstaklinga,og mér líður bara þokkalega vel í dag,er sátt við mína fortíð,mýs og menn.Taktu baunina með þér
Bóla (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.