21.10.2007 | 21:06
Pabbi minn
Pabbi minn hefði orðið 86 ára í dag, hefði hann lifað, en hann lést, þegar ég var 11 ára gömul. Ég man vel eftir honum. Hann vara altaf góður við mig, man hvernig hann var altaf vanur að taka mig í fangið og kyssa mig og knúsa. Því miður átti hann líka sínar slæmu hliðar, en hann var drykkjumaður.
Kvöldið sem hann lést, man ég eftir honum inni í stofu með Willy Feilberg, þar sem þeir voru að syngja Vár við lýggjum vindi. Man að ég hugsaði:"Nú verð ég að horfa vel á hann pabba, ég mun ekki sjá hann aftur." Ég gisti hjá vinkonu minni, vegna þess að mamma var á spítala. Um morguninn, strax og ég vaknaði var fyrsta hugsunin:"Nú er pabbi uppi hjá Guði."
Áður en ég og vinkonan fórum á fætur, var bankað á útidyrnar og vinkonan fór til dyra. Þegar hún kom aftur, var hún náföl. Ein vinkona hafði komið og sagt henni að pabbi minn hefði fundist látinn um morguninn. Þetta var sunnudagur og fólk á leið í kirkju hefði fundið hann, sagði hún. Ég fór bein heim, það voru aðeins 4 hús á milli okkar. Þegar ég kom heim, spurði ég systir mína, hvort það væri satt, að hann væri daínn, hún játti því.
Ég var komin yfir þrítugt, áður en ég vissi, hvað hefði gerst. Hann var líklega á leið heim, þegar hann varð fyrir bíl. Bílstjórinn var drukkinn. Hann fór úr bílnum og dróg pabba út í á, þar sem hann skildi hann eftir á grúfu í ánni. Pabbi var það mikið slasaður, að hann gat sér enga björg veitt og druknaði þarna í ánni. Maðurinn, sem þetta gerði fannst, fékk dóm og fór í fangelsi, en sat aðeins tvö ár.
Þetta er allavega það sem bróðir minn sagði mér fyrir nokkrum árum síðan.
Ég var lengi reið og sár yfir að morðinginn skyldi fá svona mildan dóm. Hefur hvarflað að mér, að ef þetta væri einhver annar, en ekki drykkjumaðurinn með öll börnin, hefði hann fengið miklu strangari dóm. Mér hefur altaf fundist við vera lítilsvirði í augum margra þarna heima í Fuglafirði.
Í mörg ár burðaðist ég með sektartilfinningu. Þegar pabbi tók sín drykkjutörn, óskaði ég þess oft, að hann myndi deyja, þá fengum við frið fyrir brennivíninu. Það var ekki fyrr en ég fór á fund upp í kyrkju, fund um sorg og sorgarviðbrögð, að ég gat talað um þetta, og þá skyldi ég, að ég, lítil stelpa, gat ekki á nokkurn hátt átt sök á dauða hans.
Þó að það séu yfir 30 ár síðan hann lést, þá kemur fyrir að ég sakni hans.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfengið hefir skemmt margar fjöldskyldur,pabbi minn var líka mikill drykkjumaður,en átti samt góðar hliðar,það var alltaf mikill kvíði og lítið sofið þegar hann sat að drykkju með sínum vinum,skil alveg hvað þú ert að tala um.Gangi þér og fjöldskyldu þinni allt vel í lífinu.
Jensen (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 21:25
Takk. Pabbi minn drakk líka. Gangi þér vel.
Kári Harðarson, 21.10.2007 kl. 21:27
Sektarkend er byrgði okkar alkabarna....foj foj...
Baun.. (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 23:39
Blessuð sé minning föður þíns.
Það er skrítið hvað börn skynja, en mikið lifandis ósköp skil ég annars þínar hugrenningar vel.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 22.10.2007 kl. 01:49
Takk fyrir góðar kveðjur:
Já, systir góð, sektarkenndin fylgir okkur örugglega alt okkar líf, þó svo að við eigum enga sök á hvernig fór.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 22.10.2007 kl. 18:18
Kallinn druknaði ekki, og var ekki dregin úr bíl og það hefur engin verið dæmdur fyrir þetta. Það er komin tími til að fólk fari að fá sannleikan að vita. Það var höfuðkúpubrot sem varð honum að bana. Hann lá þarna í um 6 tíma áður en hann lést. Fólk heyrði kallað á hjálp en engin tók mark á því. Hann var á skólalóðini og varð þess vegna ekki fyrir bíl, hann labbaði eða var dregin (hver veit) niður að á. bjórinn hanns stóð fyrir ofan Thabor þar sem er og hefur alldrey verið vegur. Það var ekki fólk á leið í kirkju sem fann hann, það var hundur sem fann hann og lét vita með því að gelta þar til snallurinn kom. Þetta mál hefur alldrey verið ransakað og engin verið kærður.
Alki (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 20:39
Þetta er allavega það sem var sagt við mig.
Ég hef þá líklega aldrei fengið allan sannleikann að vita, fyrr en núna. Var hann krufinn? Ætli það sé hægt að fá að lesa krufningarskýrsluna, ef svo er? Og kannski lögregluskýrsluna, ef hún var gerð? Mig langar að komast til botns í þessu máli og fá sannleikann upp á yfirborðið.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 23.10.2007 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.