Frábært frí - hræðilegt heimflug

Þá erum við komin heim aftur úr ferð okkar til Tenerife, sem var meiriháttar. Veðrið var gott, 30 stiga hiti á daginn og 22-24 stiga hiti á kvöldin/nóttuni. Eiginlega var alt of heitt fyrir mig, ég er ekki týpan sem nennir að liggja í sólbaði allan daginn, en það reddaðist.

Við Georg og vinkonur mínar fórum í tvo dýragarða og í kafbátaferð. Kafbáturinn var gulur og auðvitað sungum við Yellow submarine, þegar var lagt af stað. Hef altaf langað að fara í kafbátaferð, og þarna rættist draumurinn. Við sáum reyndar enga hákarla eða hvali, en þarna voru tvö flök af bátum, sem höfðu sokkið í einhverju óveðrinu. Við fórum niður á 26 metra dýpi. Ferðin tók um klukkutíma og á leið upp aftur var Yellow submarine spilað í hátalarakerfinu.

Georg var einn hani með okkur fjórum vinkonunum, það var ekki laust við að hinir hanarnir í hópnum öfunduðu hann.

Heimferðin var ekki eins ánægjuleg. Eftir ca. hálftíma flug byrjaði vélin að hristast og engin smá hristingur. Vélin hentist í allar áttir, ég var alveg viss um, að nú væri þessu öllu lokið. Sumir fóru að gráta, en það eina sem ég gat hugsað um voru stelpurnar mínar. Hver átti að hugsa um þær? Ég sá andlit þeirra fyrir mér. Ekki gat ég hugsað mér að þær yrðu aðskildar. Vélin hoppaði til og frá. Ég beið eftir að við lentum á sjónum, en svo hætti þetta og alt varð rólegt. Flugstjórinn kallaði yfir hátalarakerfið, að við hefðum lent í þrumuveðri við Kanaríeyjar, en nú ætti þetta að vera búið.

Við lentum svo í öllu góðu í Keflavík, en ég fer víst ekki í aðra flugferð á næstunni. Er búin að ákveða, að fara með Norrönu til Færeyja næsta sumar, ekki sjénsinn að ég fari með flugi.

Reyndar hef ég lent í svipuðu í fráflugi frá Færeyjum. Það var fyrir 10 árum síðan, Sunna Mjöll var nokkura mánaða gömul. Vélin hoppaði og hentist til og frá, rýmin fyrir handfarangurinn opnuðust og farangur fór að detta niður. Ég varð að sýna stillingu, enda var ég með þrjú börn með mér, en rosalega varð ég hrædd.

Nú er ég komin með nóg af flugi, í bili, kem með Norrönu næsta sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband