Nýjasta af mér

Já, nú eru nokkrir dagar síðan ég nennti að blogga síðast.

Það gengur vel í átakinu hjá mér, en datt niður í einhverja sjálfsvorkunn um síðustu helgi, að geta ekki borðað það sem mig langaði í, en svo fór ég að hugsa um allt það jákvæða við núverandi ástand, og þá lifnaði aðeins yfir mér.

Ég er að verða orkumeiri, svona yfir daginn, en er alveg búin á kvöldin, kannski ekki skrýtið, þar sem ég fer á fætur kl. 06:30 á hverjum morgnu, hamast í vinnunni og kem svo heim og þá bíður allt eftir mér hér.

Það var vigtun í gær, ég er búin að ná fyrsta takmarkinu mínu, sem var að komast niður í 85 kg fyrir næsta miðvikudag, sem sagt 03. okt. Missti 1,5 kg á einni viku, ekkert smá ánægð með mig.

Hef verið að dunda mér við að sauma á mig kjól, er búin með hann, svo ætla ég að sauma á mig buxur, hvítar með svörtum röndum. Hafið þið einhverntímann séð mig í hvítum buxum? Já, langar aðeins að breyta til, er greinilega á einhverju breitingarskeiði núna.

Slepptum síðustu lundapysjunni í gær. Hún var búin að vera hjá okkur í nokkra daga, miðlungurinn kom með hana heim, hún fékk hana á Fiskasafninu. Pysjan var bara einn dúnhnoðri, en var orðin vel fiðruð, þegar við slepptum henni í gær. Hún fékk líka loðnu með heim að gefa henni, það var auðvitað slegist um að gefa, litla skottan vildi líka, en svo þorði hún ekki. Svona gekk þetta í hvert skipti, sem það átti að fóðra prysjugreyið.

En núna er hún sem sagt farin og vonandi er bara allt í lagi með hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er aldeilis myndarskapur hjá þér í saumaskap þykir mér.  Til hamingju með árangurinn í kílóunum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.9.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband