Ennþá gengur vel

Það er bara allt í sómanum hjá mér, gengur rosalega vel. Var með kjúlla í matinn í kvöld, svo var ég líka með kartoftlu-og seljurótarmús, bara nokkuð gott. Inni í ísskáp bíður súkkulaðimús eftir að verða étin. Með því er appelsína, verður örugglega gott. Gelgjan sagði við mig í dag að ég væri eins og anorexíusjúklingur, þar sem ég var að vigta grænmetið mitt í hádeginu.

Er byrjuð á fjarnáminu, sendi henni upplýsingarnar um mig í dag, þyngd, hæð o.a. Svo var ég með einhverjar spurningar handa henni, fæ svar á morgun.

Við erum búin að vera með pysju í fóstri í nokkra daga. Greyið var svo lítil og dúnuð, þau á Fiskasafninu sögðu við miðlunginn að hafa hana í fjóra daga, og sleppa henni svo. Þau gáfu henni meira að segja nokkrar loðnur að gefa pysjunni. Hún (pysjan, sko) er búin að vera dugleg að borða, hún hefur líka fengið rækjur. Georg og litla skottan voru að sleppa henni áðan, greyið hefur örugglega verið frelsinu fegin. Það var bara gaman að hafa hana hérna. Í gær var hún með hausinn upp kassanum að fylgjast með okkur, rosa sætt. Skyldi hún koma aftur til okkar á næsta ári? Þá er ég ekki að meina hamflett og reykt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband