16.9.2007 | 17:29
Bless, bless
Í dag er vika síðan ég tók þá ákvörðun að breyta um lífsstíl. Vikan hefur gengið vel, fyrsti dagurinn var erfiður, en síðan nokkuð gott, bara.
Í miðri tiltektinni í gær var bankað upp á hjá mér. Þarna stóð hann, veðurbarinn, blautur í rigningunni, með horið í nösunum og tárin í augunum og grátbað um að fá að komast inn í hlýjuna. Ég vorkenndi honum og hleypti honum inn, en ekki leið langur tími, þar til hann hafði fengið mig til að borða tvö súkkulaðidýr frá stelpunum. Honum var hennt út aftur, ekki á ég eftir að sakna hans. Já, gesturinn var einmitt nammipúkinn. Hann grét og ill lék, en ég virtist vera með steinhjarta, hann fór öfugur út. Ef hann bankar upp á hjá ykkur, ekki hleypa honum inn, því þá er voðinn vís.
Fór á vigtina í morgun og er eitt kíló farið. Ekki veit ég hvert það fór, en það er ekki hérna lengur. Það var gaman meðan það var, en ég er feginn að það fór.......heim til mömmu sinnar eða eitthvert. Varð ekkert vör við það, þegar það læddist út, en ég mun alveg örugglega ekki segja við það: "Komdu fljótt aftur, það er svo gaman þegar þú ferð." Vonandi fylgja önnur eftir. Ef ég fæ að ráða (en ekki nammipúkinn) verða þau mörg, sem fara sama veg.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko mína dugleg
Bóla (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 16:48
Hann kom til mín með kílóið með sér.....
baun.. (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.