15.9.2007 | 13:45
Leiðist
Mér leiðist..............veit ekkert, hvað mig langar að gera............langar alveg örugglega ekki að gera það sem þarf að gera í dag, tiltekt.
Gangurinn er fullur af skóm og yfirhöfnum.........allskonar skór, stórir, litlir, bleikir, gylltir, já, bara allur regnboginn frammi í gang. Regnbuxur um allt, húfur, vettlingar (maður þarf vettlinga, þegar maður er að leita að lundapysjum). Líka allskonar húfur, sem ekki eiga heima hérna......veit samt ekkert, hvar þær eiga heima. Hef reynt að reka þær út, en þær rata ekki heim til sín. Sama má segja um skóna, þeir labba í hringi frammi í gangi og rata ekki heim til sín.
Stofugólfið er fullt af litum. Tússlitir, vaxlitir og trélitir. Regnboginn er líka inni í stofu. Ætli það leynist pottur, fullur af gulli við endann á honum?
Einhver henti handsprengju inn í eldhúsið...........það þarf jarðýtu að komast þangað. Var að leita að ísskápnum áðan, en fann hann ekki. Greyið er svo hljóðlátt, reyndi að hlusta eftir hljóðinu, en heyrði ekki neitt..........það þarf sko ekki að taka hann úr sambandi vegna óláta.
Langar mest að fara og leggjast uppi hjá Tomma. Fór upp áðan, þar lá hann, samanhringaður í rúmi skottunnar minnar...........langt inni í draumalandi, örugglega að veiða mýs, eða kannski lundapysjur.....ekki veit ég, hvað hann er að gera úti um nóttina. Já, hann stelst stundum til þess að vera úti um nóttina. Skipir engu, hvað ég kalla, hann lætur ekki sjá sig, en stundum kemur hann........ekkert að flýta sér sko.........labbar hægt og rólega, raulandi fyrir sér:"I´ve got all the time in the world....." líkist mest ljóni.
Prjónarnir horfa löngunaraugum á mig, eru búnir að vera atvinnulausir í tvo daga...........nenni ekki einusinni að prjóna, þá er ástandið slæmt. Keypti mér Burda saumablað í morgun, margt flott í því, væri alveg til í að setjast við saumavélina.
Skottan er að lita í nýju Dóru-litabókina, sem hún fékk í verðlaun fyrir að vera svona dugleg í 5 ára skoðun í gær. Hún situr og litar og syngur, þessi elska.
Hún elskar Dóru. Þið vitið, teiknimyndina, þekkir enga konu, sem heitir Dóra, svo ég viti. Gelgjan þolir ekki Dóru. "Á að umkringja mann með þessari gellu" sagði hún við mig um daginn, þegar skottan fékk rosalega flottan Dóru-náttkjól í afmælisgjöf.
Já, labbaði út í morgun. Ætlaði að fara að kaupa bækur fyrir gelgjuna, sem henni vantar í námið, en fékk bara tvær.........lélegt. Ástæðan? Jú, hún er í fjarnámi frá FÁ og bókabúðirnar hérna selja bara bækur, sem framhaldsskólinn hérna notar. Það er þó bót í máli, að þeir geta, kannski, pantað þær fyrir mig.............kannski.
En, já, mér leiðist sem sagt. Nenni alveg ómögulega að fara í húsverkin.........neyðist samt til þess. Kemur örugglega einhver í heimsókn, akkúrat í dag, þegar ég er í letistuði. Kemur altaf einhver í heimsókn, þegar það er sem mest drasl hjá manni. Eins og manneskjan sem les á mælana. Afhverju getur hann aldrei komið, þegar kjallarinn er hreinn og fínn, heldur altaf þegar það er risa þvottafjall, drasl út um allt og tómar pepsiflöskur á gólfunum.
Jæja, elskurnar mínar, ætla ekki að ergja ykkur meira í bili. Farin að gera eitthvað.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að gestir þínir séu að heimsækja þig en ekki draslið þitt (sem fer ekki neitt þó að maður biðji það fallega)
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.9.2007 kl. 14:23
....var drasl hjá þér..?
baun.. (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 22:42
Sælar.
Skyldi einhver kannast við þetta ástand humm !! Krabbinn ég er nú um stundir í átaki að minnka söfnunaráráttuna og draslið í kring um mig í íbúðinni samhliða þvi að mála hana.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2007 kl. 00:31
Draslið var farið þegar þú komst, Baunin mín.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 16.9.2007 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.