13.9.2007 | 21:10
Síðustu dagar............
...................hafa gengið alveg frábærlega vel. Nammipúkinn er farinn, hann gafst upp fyrir þrjóskunni í mér. Hann fór á öxlina á kallinum, hehehehe
Hef verið að prófa uppskriftirnar hjá DDV. Vigta allt samviskulega. Þetta er ekkert smá gott. Í gær var ég með ofnbakaða appelsínukjúklingabringu og "franskar". Kartöflurnar voru skrallaðar og skornar í báta, hellt pínu-smá af olíu yfir, kryddaðar með salti, pipar og paprikudufti, svo var auðvitað fullt af grænmeti með, ekkert smá gott. Það er bara einn galli, uppskriftirnar eru æt,aðar fyrir einn, en skammtarnri eru svo stórir, að ég torga þetta varla, stend bókstaflega á blístri.
Í kvöld var fiskur, veiddur á Blíðu auðvitað. Ég sauð mitt í smá vatni og fiskitening, hef aldrei prófað það áður, það var rosalga gott. Svo voru kartöflur, soðnar gulrætur og gúrka með, nammmmm........ og ég er aftur að springa.
Í gær langaði mig í eitthvað gott. Fann uppskrift í danska hlutanum mínum. Það var eplakaka. Eitt epli rifið og kanill sett yfir. Síðan var ein ristuð brauðsneið mulin í rasp, smá létt majónes, sætuefni og möndludropar blandað saman og sett yfir eplið. Inn í ofn í 20 mín. Með þessu var svo hrein jógurt, með smá vanillu, nammmmmmmmmm. Ég gat auðvitað ekki borðað þetta allt, þannig að ráðist var á afganginn í dag.
Ég er rosalega ánægð með sjálfa mig. Hélt í alvörunni ekki, að þetta yrði svona auðvelt að breyta til. Auðvitað er ekki farið að reyna á þetta ennþá, það eiga örugglega eftir að koma erfiðir dagar, efast ekki um það. En ég er ákveðin í að standa mig núna og hlakkar til að prófa fleiri uppskriftir.
Þanað til, látið ykkur líða vel og verið góð hvert við annað.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mmmmm... þessar uppskriftir hljóma svo veeeel!! Senda nokkrar til mín.. þarf að berjast við nammipúkann hér líka!!
Saumakonan, 14.9.2007 kl. 22:00
Láttu mig bara vita netfangið hjá þér, saumakona.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 15.9.2007 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.