11.9.2007 | 20:55
Nammipúki
Nammipúkinn víðfrægi, hefur sitit á öxlinni á mér í nær því allan dag. Hef samt staðið mig, eina óhollustan, sem ég hef látið inn fyrir mínar varir er í dag eru tveir froskar, sem voru að biðja um að verða étnir. Annart hef ég eiginlega bara borðað hollt í dag.
Í kvöld eldaði ég mér innbakað nautahakk með gúrkusalati og tómat. Rosalega gott, ég er gjörsamlega að springa. Svo prófaði ég að baka einhverja jógúrt köku, en hún misheppnaðist, reyni bara aftur.
Það var vinna hjá mér í dag. Það er orðin svo mikill viðburður að maður bloggar um það, það sjaldan sem það er vinna. Allur fiskur var búinn um 12:30. Núna er mæting eftir flaggi. Litla skottan má samt ekki frétta það, því þá vill hún vera heima. Ekki misskilja mig, auðvitað vill ég hafa hana hjá mér, en hún er svo mikil félagsvera, að henni væri farið að leiðast eftir tvo tíma, ein heima hjá mér, þá er betri, að hún fari bara á leikskóann.
Núna er ég að baka frægu bollurnar mínar. Fyrst að ég var búin að kveikja á bakaraofninum, ákvað ég bara að dekra aðeins við fólkið mitt og baka bollur. Gelgjan bíður óþreyjufull eftir að þær verði tilbúnar, sem er örugglega bara núna, þannig að............bæ, og heyrumst, sjáumst og allt það.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfram Matthilda áfram Matthilda
Bóla (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:26
jammí nýbakaðar bollur!!! Úff þú ert miklu staðfastari en ég... búin að hakka í mig súkkulaði með lakkrísbitum í í dag... og ég sem má það ekki!!! Hvar er þrjóskan mín núna??? Horfin veg allrar veraldar greinilega *dæs*
Saumakonan, 12.9.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.