10.9.2007 | 13:03
Ekki aftur snúið
Nú verður ekki aftur snúið. Ég verð að standa við gjörðir mínar, hvernig sem fer.
Málið er það, að ég er búin að skrá mig í fjarkennslu hjá Vigtarráðgjöfunum. 10 vikna námskeið og kostar það, með öllu. 15,000 spírur. Fyrir svona mikinn pening verður maður að standa sig.
Núna bíð ég bara efir að bréf/pakki detti inn um bréfalúguna hjá mér. Það fylgir nefnilega bók með uppskriftum með. Ég verð í sambandi við ráðgjafa, sem mun þá væntanlega leiða mig gegnum þetta allt.
Svo að ég standi við þetta, ætla ég að leyfa ykkur, kæra fjölskylda og vinir, að fylgjast með mér hérna. Veit ekki, hvort ég komi með blogg daglega, það kemur bara í ljós.
Ástæðan fyrir að ég skráði mig, er sú, að ég reiknaði BMI-ið hjá mér. Uha og skræk. Það var yfir 37, sem þýðir hættuleg yfirvigt, með yfirvofandi sjúkdómum sem fylgja of mikilli fitu. Ég fékk vægt áfall.
Ég hef altaf talið mér trú um, að þetta væri nú ekki svo slæmt. Konan í hinu húsinu, eða þessi sem ég mætti úti á götu um daginn, er miklu feitari en ég. Sjálfsblekking. það er alveg með ólíkindum, hvað maður getur logið fyrir sjálfum sér, og það sem verra er, maður trúir þessu. Ég get engum öðrum kennt um nema sjálfri mér, og þessvegna verð ég líka at taka afleiðingunum af margra ára ofneystlu af mað, sérstaklega sætindum og bakkelsi.
Um daginn var ég með steiktan fisk, eitt af mínu uppáhaldi, með mikilli fitu yfir. Ég var alt kvöldið með þvílíka magapínu, hrikalegt. Þá ákvað ég, að nú væri ég hætt að borða steiktan fisk, sama hvað mér finnst hann góður.
Ég hef í mörg ár safnað uppskriftum frá DDV úr dönsku blöðunum, svo keypti ég Vikuna um daginn, þannig að ég ætti að vera vel stödd með uppskriftir, en þar sem ég er eiginlega hætt að kaupa dönsku blöðin, mátt þú, Sunna systir, alveg safna þessu fyrir mig, ef þú nennir.
Ég hélt upp á þessa ákvörðun, ekki með súkkulaðistykki eða sérbökuðu, með því að fara rúmar 30 mín á hlaupabrettið. Síðan var stigið á vigtina, hún sýndi 88 kg. Markmiðið er að ná niður í 70 kg fyrir jól.
Nú er bara að finna fram gömlu góðu þrjóskuna, bretta upp ermar og taka þetta af krafti.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá tér,stattu tig,ég skal gera mitt besta,sendi með jólapakkanum
Sunna (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 14:03
hæ..
datt hér inn alveg óvart og sá að þú ert að fara í "fjarkennslu" hjá DDV..ég er nú svolítið forvitinn um það hvernig þetta virkar..hef prufað uppskriftir frá þeim og þær eru mjög góðar allar......og ég veit að þetta er meira svona breyttur lífsstíll heldur en megrun....hlakka til að fylgjast með og hver veit nema maður bara prufi líka
Ásta Björk Hermannsdóttir, 10.9.2007 kl. 14:29
Takk Sunna.
Ásta Björk, ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar, en það er eitthvað með tölvupóst. Ég er einmitt að leita að leið til að breita lífsstílnum, án þess að fara í stranga megrun, það á bara ekki við mig. Þú ert velkomin að fylgjast með mér.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 10.9.2007 kl. 16:21
Á trilljón uppskriftir sem ég skal finna fyrir þig! ...allar á dönsku auðvitað...
baun.. (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 20:01
Takk fyrir, Baunin mín. Það skiptir auðvitað ekki máli þó að uppskirftirnar séu á dönsku, eins og þú veist.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 11.9.2007 kl. 20:45
Líst vel á þetta hjá þér litla sys
Bóla (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.