9.9.2007 | 16:15
Suðurlandsskjálfti
Það gerist ekki oft að ég reiðist, en það gerðist áðan. Ástæðan? Ill meðferð á lundapysju. Dýranýðsla getur gert mig alveg brjálaða. Dýranýðsla, barnanýðsla og óréttlæti. Þetta þrennt getur gert það að verkum, að þessi litla kona springur svo um munar. Ég er viss um að skjálftinn hafi fundist alveg í borg óttans.
En kæru vinir, þið þurfið ekki að óttast. Miðað við að ég spring á svona 10 ára fresti, þá gerist þetta ekki aftur fyrr en árið 2017. Þíð ættuð því að vera alveg óhult næstu tíu árin eða svo, nema ég verði vitni að einhverju svipaðu aftur, þá er ekki gott að vera fyrir.
Ekki veit ég, afhverju ég sprakk svona algjörlega, eins og ég gerði. Ég óð út eins og brjálað naut og reynda að ná pysjuni af krakkanum, en það gekk ekki. Ég rótaði í jörðinni, svo moldarflög fuku um allt, augun voru rauð og reykur kom út um nef og eyru. Ég verð hálf hrædd við sjálfa mig, þegar ég reiðist svona, hef enga stjórn á sjálfri mér, en sem betur fer varð enginn fyrir. Krakkagreyin hlupu eins og hræddir kjúklingar í allar áttir, sumir heim að klaga í mömmu og pabba. Sama var mér.
Þegar mesta reiðin var runnin af mér, fór ég með stelpurnar að sleppa pysjunum sem við vorum með. Það var svo mikið brim í Klaufinni, þannig að við fórum í Brimurð.
Á leiðinni heim aftur, sá ég að það var fjöldi bíla, mótórhjóla og fólks til móts við Lyngfell. Hefur orðið umferðarslys? hugsaði ég, en þegar ég kom nær, sá ég að þar vour saman komnir Drullusokkarnir að leika sér með mótórhjólin sín. Stóru strákarnir að leika sér. Karlmenn verða aldrei annað en stór smábörn, hugsaði ég með mér.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann fannst uppá Faxastíg.....
baun.. (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.