9.9.2007 | 12:19
Pysja á kóki og önnur slösuð
"Það mætti halda, að pysjan sé á kóki eða eitthvað, hún er ennþá að" sagði Georg við mig í morgunn. Hann fann pysju í fiskikari í gær, þegar hann var að landa. Auðvitað kom hann með hana heim í kassa. Hún er búin að vera að hamast við að komast úr kassanum, síðan hann kom með hana. Ekki smá kraftur í minni. Hún á örugglega eftir að spjara sig, þessi.
Verra er ástandið á hinni pysjunni, sem miðlungurinn kom með heim í gær. Hún var blóðug á bringunni, og þegar betur var að gáð, var híun með brotinn gogg, sár á fæti og olíublaut. Ekki miklar líkur að hún lifi af á sjónum, en þó, aldrei að vita. Ætli fólkið á fiskasafninu taki hana í fóstur? Eitt skiptipð fórum við á fiskasafnið, þá voru þeir með þrjár pysjur í fóstri. Rosalega var gaman að fylgjast með þeim synda í kafi í búrunum. Svo var þeim sleppt um vorið, minnir mig.
Fyrir nokkrum árum vorum við að sleppa pysjum með eldri krökkunum. Gekk rosalega vel, en þegar ein pysjan var við það að fara að setjast á sjóinn, kom skúmur og tók hana á flugi. Sem betur fer sá dóttirin það ekki, en rosalega var ég spæld. Til hvers að bjarga pysjunum, ef þær enduðu svo sem fæði fyrir ránfuglana. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta. En stendur ekki einhverstaðar, hver af öðrum lifa má.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.